Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Náttföt Julians Schnabels boðin upp á EBay

Schnabel LeboTil og með 21. degi þessa mánaðar má bjóða í náttföt á EBay sem Julian Schnabel klæddist þegar hann sat fyrir í ljósmynd Annie Lebovitz.

Náttfötin eru einstök fyrir þær sakir að þau eru útslett málningu, Máski hefur Schnabel fengið yfir sig andagift eina nóttina og rokið til og málað eitthvað meistaraverkið. Nú eða bara slett á fötin sem props fyrir myndatökuna.

schnabel náttfötNáttfötin eru líka signeruð eins og hvert annað málverk eftir meistarann og þeim fylgir jafnframt eintak af mynd Annie Lebovitz af Schnabel.

Ágoðinn af uppboðinu mun renna til Dumbo Art Centerí Brooklyn NYC sem er "Non-profit" listamiðstöð sem stendur fyrir sýningum og uppákomum í Brooklyn, þ.á.m. árlegri sýningu undir Brooklyn brúnni.

Fyrir áhugasama þá má bjóða í náttfötin HÉR


Verðsamanburður

 Miðsumarnótt Svavars Guðnasonar frá árinu 1944 (100x128 cm) fer þá svipuðu verði hjá Fold og:

 vasarelyVictor Vasarely frá 1967 (48x45 cm.)

fabroLuciano fabro frá 1967 (199x194 cm)

shermanCindy Sherman frá 1983 (88x60 cm.)

 

klein2Yves Klein frá frá 1957 (35x30x28 cm)

hjá Sotheby´s um daginn.

Með skekkjumörk of eða van.


mbl.is Svavar á 4,4 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartsýni

Half_Face_with_collar,63Mér þykir menn bjartsýnir að áætla að Diana og Acaeon eftir Titian fari á 300 milljónir punda miðað við þessa frétt í Morgunblaðinu um nýjasta uppboð Sotheby´s. En þar er greint frá því að verk eftir Philip Guston, Jeff Koons ofl. hafi farið á útsöluverði.

Titian er reyndar ekki Guston og Koons, en 300 milljónir punda er slatti meira.

Í New York Times er greint ítarlegar frá þessu uppboði Sotheby´s. Málverkið Half face with collar (sjá mynd t.v.) eftir Roy Lichtenstein sat t.d. eftir og hlaut ekkert boð. Það var metið á 15. milljónir dollara.

Sama var með 2 verk Damiens Hirst sem skömmu fyrir efnahagshrunið seldi fyrir stjarnfræðilegar upphæðir.  Nú sat hann eftir óuppboðinn.

GrisChristie´s hefur svipaða sögu að segja eftir uppboð um síðustu helgi þar sem verk eftir Picasso, Kandinsky, Monet ofl. fóru á útsöluverði.

Hins vegar fór verkið Bók, pípa og gleraugu (sjá mynd t.h.) eftir Juan Gris frá árinu 1915 á 21 milljón dollara, sem er metverð fyrir listamanninn.  En myndin var metin á 18,5 milljónir dollara.

HÉR er grein um Christie´s uppboðið í NYT.

TitianHvað varðar verk Titians Diana og Acaeon (sjá mynd t.v.)þá er 50. milljónir punda tilboð Hertogans af Sutherland til ríkisstjórnarinnar útsölutilboð miðað við matsverð.  En miðað við stöðuna í dag er óvíst að verk fari nálægt matsverði.

Málverkið sýnir augnablikið þegar stríðshetjan Acaeon kemur að gyðjunni Díönu í baði sem leiddi til þess að hann var drepinn. Ein útgáfan er að hún hafi breytt honum í stegg og sigað á hann hundum.

Þá hefur málverkið tilfinningarlegt gildi fyrir Breta sem skiptir miklu máli í þessu, enda stórbrotið verk eftir algeran snilling.


mbl.is Emin skorar á Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalok Carnegie verðlaunanna?

carnegieSpurning hvort yfirtaka Sænska ríkissjóðsins á fjárfestingabankanum Carnegie marki ekki endalok Carnegie verðlaunanna, en bankinn hefur síðan árið 1998 haldið samkeppni og farandsýningar á Norrænni málaralist og veitt völdum þátttakendum vegleg verðlaun.

Þetta eru stærstu Norrænu myndlistarverðlaunin.

HÉR er hlekkur á síðuna þeirra.


mbl.is Carnegie missir starfsleyfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fé flæðir úr fossum Ólafs Elíassonar

fossBorgarstjórn NYC hefur tilkynnt að fossar Ólafs Elíassonar hafi skilað borginni 69 milljón dollurum vegna túrisma.

Frá þessu er greint í New York Times sem má lesa HÉR ásamt bloggathugasemdum, en menn virðast ekki á eitt sammála um hvernig reiknisformúlu á að nota, hvort fólk hafi gagngert komið til NYC til að skoða fossana, hversu mikill kostnaður fer í að laga vegna umhverfisskemmda sökum saltúða o.fl.

Eins og einn bloggari komst að orði;

"Waterfall project at the Brooklyn Bridge served “no” Green use both active nor passive thus it was a statement of art that served ‘no’ purpose except a money drain".


Útfarastemmning á uppboðum

Bacon_FreudÞeir eru ekki sérlega bjartsýnir listaverkadílerar í Lundúnum þótt að hálfklárað verk Luciens Freuds af Francis Bacon hafi selst á háu verði og vonum framar. 

Önnur verk eftir t.d. Andy Warhol og Gerhard Richter fóru langt undir markaðsverði og verk eftir Takahashi Murakami fékk ekki tilboð yfir lámarkskröfum.

Fyrirsögnin "Funeral Mood at London auctions" hjá "ARTINFO" segir allt sem segja þarf.


mbl.is Málverk seldist á milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalok listkaupstefnanna

buyerMenn reyna greinilega að halda haus á listkaupstefnunum og má sjá í greinum um Scope og Frieze að galleríistar hafa áhyggjur hve sala á listaverkum fór hægt af stað og er léleg miðað við í fyrra. HÉR má lesa um Scope og HÉR um Frieze í Artinfo).

Listaverkadílerar mega þó ekki virka neikvæðir útávið.  Bara jákvæðir og bjartsýnir.

Ég held að þetta hljóti nú samt að vera upphafið að endalokum listkaupstefnusenunnar sem hefur ráðið ríkjum undanfarin ár.

Að héðan í frá verða Art Basel, Frieze og þessháttar uppákomur ekki lengur merkilegustu árlegu listviðburðirnir, jafnvel þótt George Michael og Björgólfur Thór láti sjá sig á svæðinu.


mbl.is George Michael og Björgólfur Thor á Sirkus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfesting framtíðinnar

RothÍ efnahagshruni eru einhverjir sem þó eiga aura en treysta ekki bönkum lengur fyrir þeim og vilja fjárfesta í einhverju áþreifanlegu sem að auki hefur eitthvað dýpra verðmæti en tóm verðbréf. 

Varla er ekki hægt að fá vaxtalaus lán til listaverkakaupa í dag, en það hefur verið hægt undanfarin ár.

Ég sá að Gallerí Fold var að auglýsa uppboð á verkum með yfirskriftinni. "Nú er rétti tíminn til að kaupa list", og verður þessi prýðis geómetría eftir Dieter Roth á meðal verkanna sem boðin verða upp. 

Og þau hjá Fold er ekki einu sem líta þannig á stöðuna.

basquiat-boxerLars Ulrich, trommari hljómsveitarinnar Metallica, hefur sett málverk eftir Jean-Michael Basquiat, heitinn, á sölu.

Lars hefur átt verkið, Untitled Boxer (sjá mynd), eftir þennan snilling nýja expressjónism- ans í 10 ár og er tilbúinn að skilja við það núna, enda metið á 6 milljónir punda (sem erfitt er að reikna þessa dagana í gengi ísl. krónu. En er u.þ.b. 1100.000.000 kr.).

Í grein New York Times (sjá HÉR) er fjallað um málið og hefst hún á orðunum; "As the financial markets skid wildly, some collectors are waging bets that art will be viewed as a safe haven".


mbl.is Borgað fyrir að yfirtaka lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listaverk í hættu

dialighteningfieldByggingaverktakar í Nýju Mexíkó eru greinilega í samskonar útþenslu og menn hafa verið á Íslandi síðustu ár og að virðist mun engin kreppa halla á þá þarna í Nýju Mexíkó. En þannig er mál með vexti að ásókn í að byggja á svæði sem nær til umhverfislistaverksins "The Lightning field" sem Walter de Maria gerði árið 1977 hafi hrist upp í DIA center í Bandaríkjunum sem nú hyggst safna yfir milljón dollurum til að kaupa landsvæðið svo að listaverkið fái að vera um kyrrt. Eða allavega ekki í miðri húsaþyrpingu.

Frá þessu greinir artforum.com og Art Newspaper, en stofnunin ku þegar búin að safna 900 þúsund dollurum til þessa.

Eldingasvæði de Maria er á "eldingasvæði. Verkið afmarkar landsvæði með 400 staurum sem standa 6 metra upp í loft og taka við eldingum sem slá niður. 

diaspiraljettyDIA Center eða DIA art foundation er "non-profit" stofnun sem stuðlar að uppbyggingu myndlistar og verndun myndlistarverka.

Á heimasíðu DIA  http://www.diacenter.org/  er einnig ákall til listunnenda vegna tillögu sem liggur fyrir hjá yfirvöldum í Utah um að leita eftir olíu í grennd við umhverfislistaverk Roberts Smithsons, The Spiral jetty, sem gæti vel innsiglað endalok þessa listaverks. Fylkisstjórn Utah mun taka ákvörðun um þetta málefni í næsta mánuði.

The Spiral Jetty er eitt þekktasta umhverfislistaverk sem um getur og er spírall sem gengur inn í Stóra Saltvatnið (The Great Salt Lake) í Utah.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband