Hvers vegna ég er ekki málari

frank ohara Það sagði mér skáldkona í gær að hún hafi farið á ljóðakvöld og þar var stappað út úr dyrum. Fólk er augljóslega farið að leita í einhver dýrmætari gildi en fyrir mánuði síðan.

Þess vegna og í tilefni aldarminningar Steins Steinarr þar sem Lesbók er undirlögð ljóðalist hans ætla ég að birta eitt af mínum uppáhalds ljóðum sem ég m.a. hef notað mikið í kennslu.

Ljóðið er eftir bandaríska Beatnikk skáldið Frank O´Hara "Why I am not a painter" sem er eftir  frá árinu 1961. 

Frank O'Hara (1926-1966)

Why I Am Not a Painter

I am not a painter, I am a poet.
Why? I think I would rather be
a painter, but I am not. Well,

for instance, Mike Goldberg
is starting a painting. I drop in.
"Sit down and have a drink" he
says. I drink; we drink. I look
up. "You have SARDINES in it."
"Yes, it needed something there."
"Oh." I go and the days go by
and I drop in again. The painting
is going on, and I go, and the days
go by. I drop in. The painting is
finished. "Where's SARDINES?"
All that's left is just
letters, "It was too much," Mike says.

But me? One day I am thinking of
a color: orange. I write a line
about orange. Pretty soon it is a
whole page of words, not lines.
Then another page. There should be
so much more, not of orange, of
words, of how terrible orange is
and life. Days go by. It is even in
prose, I am a real poet. My poem
is finished and I haven't mentioned
orange yet. It's twelve poems, I call
it ORANGES. And one day in a gallery
I see Mike's painting, called SARDINES.

sardines

"Sardines" eftir Mike Goldberg frá árinu 1955. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Flott ljóð, flott að minna á það er meira í þessum heimi en fúlir Bretar og gjaldþrota bankar...

Kreppumaður, 12.10.2008 kl. 09:22

2 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ljóðið lifir góðu lífi. Ljóðið er etv. eitt allra hógværasta form tjáningar. Hér um árið spratt upp einkennileg umræða um meintan "dauða ljóðsins". Ég veit ekki hvernig þeirri umræðu lyktaði. Hún hefur sjálfsagt lognast útaf og dáið, eins og umræðan um dauða listarinnar, sögunnar, málverksins...

All þetta dauðatal var etv. aðeins hrörnunareinkenni vestrænnar menningar. Póstmódernísk orðræða sem gekk í spíral innávið og nærðist á sjálfri sér. Nú er allur heimurinn á einu allsherjar breytingarskeiði. Hann mun ganga í endurnýjun lífdaga og við munum sjá hvar skilur á milli feigs og ófeigs.

Ljóðið lifir. það var of "léttvægt" til að þykja útflutningshæft sem menningarafurð á sama skipi og nýju fötin keisarans og Evró-listin. Skipið sökk.

Kristbergur O Pétursson, 12.10.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.10.2008 kl. 12:40

4 identicon

 eftir 9/11 sótti fólk mikið í söfnin amk í NY, það fór þangað til að leita að huggun  ..eða einhverju til að koma reiðu á hugann...auðvitað lifir ljóðið Kristbergur allir eru með ljóð inní sér..og nú sækja menná þá staði sem vekja það ef það hefur sofið..

Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 12:56

5 identicon

Þetta sýnir nú glögglega hvað ljóðið og málverkið eru skyld. Dásamlegt ljóð. Takk fyrir að sýna okkur það.

Sonja B. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband