Bjartsýni

Half_Face_with_collar,63Mér þykir menn bjartsýnir að áætla að Diana og Acaeon eftir Titian fari á 300 milljónir punda miðað við þessa frétt í Morgunblaðinu um nýjasta uppboð Sotheby´s. En þar er greint frá því að verk eftir Philip Guston, Jeff Koons ofl. hafi farið á útsöluverði.

Titian er reyndar ekki Guston og Koons, en 300 milljónir punda er slatti meira.

Í New York Times er greint ítarlegar frá þessu uppboði Sotheby´s. Málverkið Half face with collar (sjá mynd t.v.) eftir Roy Lichtenstein sat t.d. eftir og hlaut ekkert boð. Það var metið á 15. milljónir dollara.

Sama var með 2 verk Damiens Hirst sem skömmu fyrir efnahagshrunið seldi fyrir stjarnfræðilegar upphæðir.  Nú sat hann eftir óuppboðinn.

GrisChristie´s hefur svipaða sögu að segja eftir uppboð um síðustu helgi þar sem verk eftir Picasso, Kandinsky, Monet ofl. fóru á útsöluverði.

Hins vegar fór verkið Bók, pípa og gleraugu (sjá mynd t.h.) eftir Juan Gris frá árinu 1915 á 21 milljón dollara, sem er metverð fyrir listamanninn.  En myndin var metin á 18,5 milljónir dollara.

HÉR er grein um Christie´s uppboðið í NYT.

TitianHvað varðar verk Titians Diana og Acaeon (sjá mynd t.v.)þá er 50. milljónir punda tilboð Hertogans af Sutherland til ríkisstjórnarinnar útsölutilboð miðað við matsverð.  En miðað við stöðuna í dag er óvíst að verk fari nálægt matsverði.

Málverkið sýnir augnablikið þegar stríðshetjan Acaeon kemur að gyðjunni Díönu í baði sem leiddi til þess að hann var drepinn. Ein útgáfan er að hún hafi breytt honum í stegg og sigað á hann hundum.

Þá hefur málverkið tilfinningarlegt gildi fyrir Breta sem skiptir miklu máli í þessu, enda stórbrotið verk eftir algeran snilling.


mbl.is Emin skorar á Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband