Vettvangur fyrir skapandi efni

-tv-cartoonMenningarefni Ríkissjónvarpsins er yfirleitt í einhverskonar "infótainement" formi þar sem "infóið" og "entertainmentið" er hvorutveggja er í lámarki. 

RÚV er engu að síður vörður íslensks menningarefnis. En ég verð að játa að eitt áhorf á Gott kvöld hefur dugað mér út ævina.  Ég man ekki einu sinni hvaða gestir voru á skjánum.

Ég vil fá myndlist í sjónvarpið. Þó ekki væri nema smá og þá líka pínu vandað og reglulegt. Ekki bara myndir frá einhverri kaffihúsasýningu þegar stafir renna yfir skjáinn í lok fréttatíma.

Kastljós átti jú að sinna öllum menningarviðburðum og málefnum líðandi stundar. Mósaík þátturinn átti að renna þar inn, en dugði skammt.  Myndlistin var flautuð af.

Birgir Andrésson heitinn átti gullkorn í viðtali í Danmörku þegar hann benti á að Ísland væri sennilega eina landið í heiminum þar sem fjallað væri um myndlist í útvarpi en ljóð og bókmenntir í sjónvarpi.

Óneitanlega stendur Ríkisútvarpið sig betur en sjónvarpið í þessum efnum. En það er á skjön við eðli miðlana.

Sjónvarpið er í raun vettvangur fyrir sjónrænt skapandi efni. þar sem listin gæti verið til sýnis inni í stofu landsmanna, ekki sem heimild um listsýningu heldur sem listaverk í sjálfu sér.  Ekki "infótainment" heldur "artentainment".


mbl.is Ört minnkandi áhorf á Gott kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var orðið yfirborðskennt blaður um ekkert og tískusýning. Voða gaman hjá stelpunum, en meira að segja þær þoldu ekki þetta plast.

Það er eitthvað alls ekki í takt við samtímann þarna. Og hvað með hrokagikkinn han Pál, sem fékk vinnuna gegnum klíkuna í Sjálfstæðisflokknum?

Rak einstæða móðir í tæknideild, það rekur enginn Pál, það vitum við.

Ætli hann fái kaupréttarsamninga þegar RUV verður selt?? 

Óli Sig (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 14:22

2 identicon

Ég hef oft notað þessa línu Birgis til að útskýra þessi mál. Maður þarf yfirleitt ekki að segja meira !!! Ég held að það sé til einskins að bíða eftir að rúv taki við sér. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort að það væri ekki góð hugmynd að fara af stað með podcast eða videoblogg. Maðurinn minn er ekki mjög fróður um myndlist en hann kvartar yfir þessu !!! Hann segir að það eina sem hann vissi um myndlist (áður en hann kynntis mér þeas) hafi hann úr sjónvarpinu.

Það má samt ekki vera myndlist fyrir myndlistarmenn heldur myndlist fyrir alla.

Takk fyrir gott blogg.

Margret Einarsdottir Long (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Heidi Strand

Vel sagt og rétt hjá Birgi.
Ég sakna meira menningatengt efni í sjónvarpinu.
Norðmenn eru daglega með smá menningarþættir. Það er Safari og Kulturnytt og gaman hafði verið að fá svipaða þættir hér. Þeir eru ekki kostnaðarsamir.

Ég nennti aldrei að horfa á tískusýningaþáttunum hjá stelpunni.

Heidi Strand, 2.12.2008 kl. 20:21

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir fínan pistil Ransu. Það er sorglegt að loksins þegar það er kominn aftur þáttur sem fjallar um myndlist í sjónvarpinu, Káta maskínan hans Þorsteins J. að þá er það eitt af því fyrsta sem á að leggja niður, strax um áramótin! Forgangsröðin hjá útvarpsstjóra er út í hött.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.12.2008 kl. 21:30

5 identicon

væri vit í  að hefja undirskrifta söfnun  listamann og listastofnanna og listaáhugafólks..

er  ekki upplagt fyir SIM að starta svoleiðis

og mótmæla þessum niðurskurði og kanski líka skorti á umfjöllun í Mogga...

anna joelsdottir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:14

6 Smámynd: Ransu

Ég er sammála að myndlist í sjónvarpi ætti ekki að vera bara fyrir myndlistarmenn, og reyndar tel ég að myndlist almennt sé ekki bara fyrir myndlistarmenn þótt hún þurfi ekki endilega að vera eitthvað léttmeti.

Já, ég hefði mátt nefna Kátu maskínuna hans Þorsteins, sem er ágætis rölt um menningarheiminn. Leitt að hún verði sett út í kuldann.

Og hvað varðar undirskriftarsöfnun að þá hélt SÍM og BÍL úti áróðri að RÚV fyrir nokkrum árum sem varð til þess að fréttastjórar ákváðu að setja inn menningartengdar fréttir.  Þær reyndust síðan vera skraut fyrir niðurhal í lok fréttatíma og algerlega ómarkvisst og ófaglegt, og þannig er það ennþá.

Eins og oft hefur verið bent á að þá fær sjónvarpið fagmenn til að vinna viðskiptafréttir og íþróttafréttir, en menningarfréttaefni er sennilega unnið eftir því hver þekkir hvern á fréttastofunni.

Ransu, 3.12.2008 kl. 00:12

7 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

SÍM og BÍL eiga strax að senda frá sér harðorðar ályktanir og mótmæla niðurskurði á menningarefni í RÚV. Þetta er mál sem varðar atvinnu- og tekjutengda hagsmuni íslenskra listamanna í öllum listgreinum, ekki bara frétta- og fræðslugildi til almennings. Íslenskir listamenn eru skattgreiðendur líka og RÚV er rekið fyrir okkar pening eins og annarra skattgreiðenda. Við eigum heimtingu á að okkar hlutur sé ekki fyrir borð borinn.

En ef það á að verða raunin legg ég til að mótmælendur stormi uppí Efstaleitið og hertaki Útvarpshúsið.  

Kristbergur O Pétursson, 3.12.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband