Ægifegurð og náttúruhæfileikar

HofdatorgÉg er með vinnustofu í Skúlatúni og vandist því að staldra með málningarskúfinn þegar lúðurinn blés hér um árið til að vara nærstadda við dínamítbombunum. Þá skalf allt hverfið og nötraði oft á dag, enda grafið fyrir turninum með þvílíku offorsi að það hálfa væri nóg.

En nú er tíðin önnur og turninn stendur opinn að ofan og hvín oft og ógurlega.  

Mér er títt hugsað til Finnboga Péturssonar hljóðskúlptúrista þegar ég stend utan við vinnustofuna og einhver ófyrirséð vindhviða laumar sér á milli byggingareininga svo hljómurinn, sem er reyndar aldrei samur, tekur snarpa breytingu frá Adagio yfir í Allegro  

Turninn er risastórt hljóðfæri og náttúran er hljóðfæraleikarinn sem af stakri snilld (náttúruhæfileikum) skapar eitthvað ægifagurt úr þessari vitleysu, allri saman.


mbl.is Táknmynd góðæris eða kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur ekki hrafninn notað þetta háhýsi og gert sér hreiður þarna !

Krummavinur (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 16:48

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Koma flykkinu í Guiness sem heimsins stærstu vindhörpu.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 15.1.2009 kl. 17:09

3 Smámynd: Ransu

Jú, ef hrafninn getur búið við hljóminn.

Og ég mundi svo sannarlega ætla að þetta sé stærsta vindharpa, "ever".

Ransu, 15.1.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband