Snorri ætlar sér alla leið

snorriframboðNú þegar menn sjá tækifæri á að koma sér fyrir í endurnýjun flokkskerfisins (það þurfti mega efnahagskrass og búsáhaldarbyltingu til að einhver hreyfing yrði á framboðum)  að þá ætlar Snorri Ásmundsson myndlistarmaður sér ekki neina hógværð í sætaskipan Sjálfstæðisflokksins, ekkert 2-3 sæti eins og sumir. Hann ætlar alla leið í valdið.  

Snorri hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu (ég feitletraði eina málsgrein upp á eigin spýtur).

Kæru Sjálfstæðismenn

Þar sem ég hef ákveðið að gefa kost á mér í formannskjör Sjálfstæðisflokksins er rétt að skrifa nokkur orð til að hnykkja á nokkrum atriðum.

Sjálfstæðismenn hafa oft á tíðum fylgt leiðtoga sínum í blindni, um það þarf ekki að taka dæmi. Þessi foringjahollusta hefur á stundum verið flokknum og þjóðinni til trafala eins og nýlegir atburðir sanna. Ég tel að nú sé tími til að losa flokkinn við leifar gamalla tíma og leyfa nýjum og ferskum mönnum að njóta sín.


Það er mikill heiður að vera valinn fulltrúi á Landsfund Sjálfstæðisflokksins, en því fylgir einnig mikil ábyrgð. Ekki eingöngu hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn og framtíð hans, heldur einnig og ekki síður, hvað varðar framtíð Íslands. Það þarf að kjósa nýjan leiðtoga. Leiðtoga sem getur leitt flokkinn og þjóðina í gegnum þessar efnahagsþrengingar sem við nú stöndum frammi fyrir. Ég held að ég sé tilvalinn í það mikilvæga hlutverk og stuðningsyfirlýsingar flokkssystkina minna um land allt hafa eflt mig í þeirri trú.

Einhverjir kunna að halda að hér sé um fíflagang að ræða því andstæðingar mínir hafa oft borið það upp á mig að ég sé einhverskonar grínisti eða að mín pólitísku afskipti séu listgjörningur. Þá spyr ég á móti: Hvað er gjörningur? Og má ekki segja að aðgerðir og stefna ríkisstjórnar Geirs H. Haarde hafi verið eitt allsherjar gjörningagrín? – Það væri þá nær að hafa gjörningameistara við stjórnvölinn, ekki satt?

Fordómar verða til í ótta og einhverjir kunna jú að hafa ærna ástæðu til að óttast framgöngu mína og þá gjörninga sem ég hyggst fremja sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Ég t.d. líð ekki að ógeðfelldir, gráðugir drullusokkar hafi eitthvað með hagsmuni þjóðarinnar að gera. Þeir hinir sömu kunna að óttast að ég sigri í formannskjörinu og losi flokkinn undan oki spillingarinnar.

Kæru fulltrúar á flokksþingi, losið okkur úr viðjum óttans og takið fagnandi á móti nýjum og breyttum tímum með bjartsýnan og kjarkmikinn leiðtoga með gráblá augu sem kallar ekki allt ömmu sína.

Snorri Ásmundsson


mbl.is Ármann vill 2-3. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Snorri er snillingur. Sjálfstæðisflokkurinn er endanlega búinn að vera ef Snorri verður ekki kosinn. Þau hafa val milli olíukóngsins frá Esso/N1 (Bjarna Ben) eða Snorra. Allt heiðarlegt fólk hlýtur þar að kjósa Snorra.

Bestu kveðjur

Hlynur Hallsson, 3.3.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband