Þrjú hundruð

kaupthing-banki1Samkvæmt frétt í DV og Vísi þá hefur það fengist staðfest eftir sérfræðimati að 300 listaverk úr eigu Íslandsbanka og Kaupþings séu menningarverðmæti sem þjóðin má ekki missa úr landi og ríkið þurfi þess vegna að eiga á þeim forkaupsrétt.

Forvitnilegt væri að vita hverjir hafi séð um matið (Sá það ekki í frétt).

Og af persónulegum ástæðum þætti mér enn forvitnilegra að vita hvort málverk sem Kaupþing á eftir undirritaðan sé menningarverðmæti eða hvort það megi fjúka úr landi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má leiða rök fyrir því að bankar nir hafi aldrei eignast þessi verk með formlegum hætti. Þau enduðu í höndum kaupenda fyrir handvömm.  Þau voru í þjóðareign á meðan bankarnir voru það og flokkast sem óframseljanleg menningarverðmæti.

Það ætti einhver göfugur lögfræðingur (veit að þeir eru vandfundnir) að taka málið að sér og láta reyna á stefnu.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

  .

Þráinn Jökull Elísson, 27.10.2009 kl. 04:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband