Síðasta Blik

Eyborg-Gu_mundsd_ttir-344-3Mig langar að minna á að síðasti sýningardagur Bliks er á sunnudaginn.

Blik er sýning á Kjarvalsstöðum - Listasafni Reykjavíkur sem rekur tengsl íslenskra listamanna við Op-list og er undirritaður einn af átta listamönnum sem eiga verk á sýningunni. Í aðalhlutverki er Eyborg Guðmundsdóttir, sem ég bloggaði um fyrir c.a. ári og nefndi sem vanmetnasta listamann þjóðarinnar.  Hún er greinilega að fá einhverja athygli, loksins.

Efri mynd er af titillausu malverki eftir Eyborgu frá árinu 1975 sem er á sýningunni en sú neðri er eftir mig sem er einnig á sýningunni  og heitir PopOp, frá árinu 2005.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um sýninguna af heimasíðu Listasafns Reykjavíkur

popopransuFjölmargir listamenn hafa skírskotað til op-listarinnar í verkum sínum en á sýningunni eru sýnd verk eftir átta íslenska listamenn sem á einn eða annan máta beita sjónhverfingum eða leika sér með upplifun áhorfandans í verkum sínum.

Sýningin hverfist um myndlistarkonuna Eyborgu Guðmundsdóttur (1924 -1977), sem lítið hefur borið á í íslensku listalífi. Eyborg aðhylltist geómetriska abstraktion en margir gætu kannast við glerverk hennar í glugga Mokka, sem hefur hangið á sama stað í rúma fjóra áratugi, eða frá því að Eyborg hélt þar sýningu árið 1966. Eyborg nam myndlist í París og sýndi víða um Evrópu í hópi áhrifamikilla listamanna sem kölluðust Group Mesure. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1965, en síðasta sýning hennar var tíu árum síðar í Norræna húsinu.
Auk verka Eyborgar eru sýnd ný og eldri verk Arnars Herbertssonar, verk Jóns Gunnars Árnasonar, Gravity sem hann sýndi á Feneyjatvíæringinum árið 1982 , Litasvið og teikningar eftir Ólaf Elíasson og ný og eldri verk Helga Þorgils Friðjónssonar. Einnig eru til sýnis verk eftir Hrein Friðfinnsson, Hörð Ágústsson og pop-op verk eftir JBK Ransu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband