Spilin lögð á borðið. Hver fer á biennalinn?

IMG_6055Það er mikið gert úr mikilvægi Feneyjar tvíæringsins fyrir íslenskt myndlistarlíf. Og  eins og ekkert annað komist að í útlandinu, nema kannski Art Basel, enda tvennskonar listkaupstefnur.

En ég er þannig gerður að ég elska að spá í óskarsverðlaun og svoleiðis dót, þannig að ég hef farið að hugsa, í tilefni af því að Ragnar Kjartansson er á heimleið og væntanlega er nefnd farin að huga að næsta biennal.  Hver fer fyrir Íslands hönd til Feneyja að tveimur árum liðnum?

Hér eru mín aðferð til að spá í spilin.

Halldór Björn og Christian Schoen eru í valnefndinni þannig að ég geri passlega ráð fyrir því að einhver þeirra 50 sem þeir völdu í "Icelandic art today" bókina verði fyrir valinu.

ElinHansdottirViðhorfið er að senda einhvern sem er með annan fótinn inni í alþjóðlegri myndlistarsenu og nota biennalinn sem stökkpall og kynningu.

Síðustu tveir fulltrúar voru karlmenn þannig að nefndin er væntanlega að horfa í átt til kvenna sem eru í bókinni "Icelandic art today". Egill Sæbjörnsson er þar með út úr myndinni.

Helstu kandídatar eru eftir stafrófsröð:

Elín Handóttir (væri algerlega "kommersíal" val. En ef ekki núna þá fær hún tækifæri seinna).

Enginn (vegna þess að við höfum ekki efni á því að senda neinn).

Gjörningaklúbburinn (Eiga dugmikinn aðdáendahóp og hafa verið inni í myndinni lengi. En það er núna eða aldrei).

Guðný Rósa Ingimarsdóttir (Góð listakona og verðug á biennalinn en er of lítið í sviðsljósinu og þá  ekki nógu "kommersial").

Hildur Bjarnadóttir (Miðað við ástand og ímynd þjóðar eftir hrun og Icesave að þá kann nefndinni að finnast óviðeigandi að senda skemmtikraft á biennalinn og horfi þessvegna til listamanna eins og Hildi sem gera hófleg listaverk og vönduð)

Inga Svala Þórsdóttir (Ekki fremst í röðinni og langt síðan eitthvað sást frá henni hér heima. Samt möguleiki).

Katrín Sigurðardóttir (Hún var í úrslitakeppninni um biennalsætið árið 2005 en þurfti að lúta lægra haldi fyrir Gabríelu Friðriksdóttur. Kannski er tími Katrínar sem fulltrúi liðinn og Elín búin að taka hennar pláss, enda er Katrín komin heim og gegnir fullu starfi sem prófessor. Samt er hún einn verðugasti fulltrúinn, svona listrænt séð).

Margrét H. Blöndal (Eini listamaðurinn sem var tvisvar tilnefndur til Sjónlistaverðlauna, en vann samt ekki).

oli_libiaLibia Castro og Ólafur Ólafsson (Kona og karl sem kunna bæði að klæðast peysufötum og búa til "relational" list. Þau hafa verið að sýna á alþjóðlegum vettvangi og eru líka dugleg að sýna hér heima.  Tel þau líklegust til að hreppa hnossið).

Vona samt að nefndin komi með eitthvað óvænt og allt annað en ég tel fyrirsjáanlegt.

Veðbankinn er opinn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað um Egil Sæbjörsson?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2009 kl. 13:56

2 Smámynd: Ransu

Eins og ég segi í þessum opinberu vangaveltum mínum að þá fóru karlar á síðustu tvo biennala, þannig að ég reikna með að horft sé til kvenna á næsta biennal.  það útilokar Egil.  Ólafur Ólafsson er hins vegar annar helmingur af teymi þannig að hann sleppur inn með Libiu.

Ransu, 20.11.2009 kl. 21:06

3 identicon

Já það er líklegt að listakona fari næst. Af þínum lista myndi ég veðja á Katrínu en dettur líka í hug Hekla Dögg Jónsdóttir sem líklegur kandidat.

Jóhanna H. Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband