Færsluflokkur: Löggæsla

Breskir ljósmyndarar mótmæla nýjum lögum um varnir gegn hryðjuverkum sem skerða frelsi þeirra og eru hrópandi vísir á misnotkun yfirvaldsins

ljosmyndararBretar herða enn lög í baráttu sinni gegn hryðjuverkum og skerpa um leið á stóra-bróður-samfélaginu.

Ný lög tóku gildi í Bretlandi á mánudaginn sem gefa lögreglu leyfi til að banna hverjum sem er að taka ljósmyndir. Hlýði viðkomandi ekki að þá má handtaka hann á staðnum og gera myndavélina upptæka.

Ljósmyndarar mótmæltu þessum lögum fyrir utan Scotland Yard í gær (sjá mynd)

Lögin eru sett til að geta hindrað hryðjuverkamenn í yfirlitskönnun. En eins og The Associated press hefur bent á að þá skerða þessi lög líka frelsi ljósmyndara og jafnframt má misnota þau því að lögreglan getur skýlt sér á bak við lögin og bannað myndatöku eða gert myndavélar upptækar t.d. í óeirðum þar sem lögregla kann að vera sek um óþarfa ofbeldi.

Menn þar úti hafa svosem áður misnotað lög um varnir gegn hryðjuverkum.

HÉR má lesa frétt um málið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband