Fćrsluflokkur: Kvikmyndir

Sean Penn - Nćstbesti leikari í heimi

penn fast timesSean Penn er frábćr leikari og sennilega einhver jafn besti kvikmyndaleikari samtímans.

Ég féll fyrir honum strax ţegar hann lék dóphausinn Spicoli í Fast times at Richmont high (1982) sem er ógleymanleg háskólaköltmynd.

Penn-FalconHann var líka flottur í Bad Boys (1983) og hann hélt uppi stríđsmyndinni Casualties of War (1988) sem vondi gaurinn.

Í myndinni The Falcon and the snowman(1985) sýndi hann ţó fyrst hvers megnur hann var og hefđi vel átt inni óskarstilnefningu sem svikahrappurinn Daulton Lee ţótt hann hefđi ekki átt verđlaunin skiliđ.

Penn er nefnilega leikari sem alltaf virđist skila nćstbesta hlutverki ársins.

Hann var međ nćstbesta hlutverkiđ áriđ 1995 sem Poncelet hinn dauđadćmdi í Dead man Walking á eftir óskarsverđlaunahlutverki Nicholas Cage í Leaving Las Vegas.

penn samJafnvel í eins lélegri mynd og HurlyBurly (1998) átti Penn stórleik, en ekki eins góđan og Ian McKellan í Gods and Monsters.

Áriđ 1999 var Kevin Spacey međ besta hlutverkiđ sem gaurinn sem snappađi en varđ um leiđ heilbrigđur í American Beauty, en Penn međ nćstbesta hlutverkiđ í Sweet and Lowdown ţar sem hann lék einmitt nćstbesta gítarleikara heims.

Túlkun Penn á hinum ţroskahefta Sam í I am Sam (2001) var ekki alveg eins áhrifamikil og túlkun Russels Crowe á geđklofanum međ fallega hugann í A Beautiful mind.

penn riverÉg verđ líka ađ viđurkenna ađ mér ţótti Ben Kingsley eiga besta hlutverk ársins 2003 sem tilfinningabćldi músliminn Massoud Behrani í House of Sand and Fog en Sean Penn átti nćstbesta hlutverkiđ  sem skaphundurinn Markum í Eastwood myndinni Mystic River sem hann svo hlaut óskarinn fyrir.

Og núna fćr Sean Penn óskarsverđlaunin á ný sem Milk í Milk en hefur horft á flest önnur verđlaun renna til Mickey Rourke í The Wrestler ţetta áriđ.  Ég á eftir ađ sjá báđar myndirnar en ćtla ađ ná ţeim í ţessari viku og sjá hvort Penn sé enn og aftur međ nćstbesta hlutverk ársins, eđa ekki.


mbl.is Viltu vinna milljarđ? sigrađi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Spennandi samanburđur

Svo virđist sem ađ öll kvikmyndaverđlaun fyrir enskumćlandi myndir séu hćgt stígandi undirverđlaun fyrir óskarinn.  Og vćri einkennilegt ef Slummdog millionair, Kate Winslet og Mickey Rourke fari ekki heim međ óskar eftir BAFTA.

brandostreet3      rourke9

Ég las skemmtilega gein ţar sem veriđ var ađ bera saman Mickey Rourke og Marlon Brando í New York Magazine.

brando5Mér ţótti ţađ ađallega skemmtileg lesning vegna ţess ađ ég hef veriđ ađ hugsa um ţennan samanburđ sjálfur. Báđir leikararnir eru dćmigerđir "Hollywood Bad boys", ţvöglumćltir međ sjálfseyđingarhvöt á háu stigi og höfđu súpersexappíl strax í fyrstu myndum sínum en löskuđu á sér andlitin í boxi. 

Reyndar var Brando bara ađ ćfa međ félaga sínum á međan Rourke gerđi feril úr ţví ađ láta hamra á andliti sínu. Hins vegar harđneitađi Brando ađ láta laga á sér nefiđ ţegar félagi hans braut ţađ í ógáti.  Brando hafđi ćtíđ fyrirlitiđ hve fallegur hann var og brotiđ nef gaf honum nýjan karakter.  Hann minnist meira ađ segja á brotiđ nef sitt í myndinni On the Waterfront (ţar sem hann lék uppgjafa boxara). Og er augljós munur á nefi Brandos í ţeirri mynd og í t.d. í A Streetcar named desire.

Viđ ţetta bćttist svo átfíkn og eiturlyf. Engu ađ síđur ađ ţá hefur Brando veriđ minn uppáhalds leikari síđan ég sá On the Waterfront fyrst á unglingsárunum. Og eftir Last Tango in Paris var ekki aftur snúiđ međ Marlon Brando í efsta sćtiđ.

rourke7Fast á hćla hans á ţeim árum kom Mickey Rourke. Hann var ţá nýr og oft líkt viđ Brando sem ţá var lifandi gođsögn og hćttur ađ leika.

 Rourke var ofursvalur, eins og Brando, í Diner, Pope of Greenwich village og Rumble Fish. Ég var líka heillađur af honum í The Year of the Dragon (en hef ekki séđ myndina síđan á unglingsárunum, svo ađ hún kann ađ vera slakari en mig minnir). Toppurinn er Barfly. Ţar sýndi Rourke svaka takta, enda lék hann listamann međ sjálfseyđingarhvöt á háu stigi.

Líkt og Brando, ađ ţá hvarf Rourke af sjónarsviđinu um tíma, en ólíkt Brando ađ ţá varđ hann ekki gođsögn.  Hann gleymdist bara en vaknađi aftur til lífsins í Sin City (bjargađi ţeirri mynd gersamlega) og er augljóslega búinn ađ sanna sig á ný í The Wrestler (Djö... hlakka ég til ađ sjá hana).

Brando átti reyndar fjóra Gullhnetti (eftir 9 tilnefningar), fjórar BAFTA styttur (eftir átta tilnefningar) og tvo óskara (eftir átta tilnefningar) í fartöskunni ţegar hann dó.

Rourke hefur nú fengiđ sinn fyrsta Gullhnött og fyrstu BAFTA verđlaun og fćr vonandi sinn fyrsta óskar síđar í mánuđinum.


mbl.is Slumdog Millionaire međ sjö BAFTA verđlaun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Aumingja Ríkarđur

guston nixonÍ tilefni ţess ađ Frank Langella er tilnefndur til óskarsverđlauna fyrir túlkun sína á Richard Nixon og ađ viđ búum viđ gerspillt stjórnmálaflokkakerfi langar mig til ađ rifja upp teikningar Philips Gustons af Richard Nixon sem listamađurinn gerđi snemma á áttunda áratugnum ţegar Nixon var forseti BNA.  Teikningarnar voru svo gefnar út í bók sem ég er svo sćll ađ hafa fest á kaup fyrir nokkrum árum.

guston nixon1Philip Guston var abstraktmálari sem sveik málstađinn undir lok sjöunda áratugarins og fór ađ mála rammpólitískar fígúratífar myndir međ skoplegu ívafi.   

Ţessar myndir listamanns sem var ţekktur fyrir liti og formleysi fór fyrir brjóstiđ á mörgum og hann var útskúfađur (nema eitt gallerí hélt tryggđ viđ hann) allt ţangađ til ađ fulltrúar nýja málverksins uppgötvuđu verk hans á ný.  Ţ.á.m. voru ţessar frábćru teikningar af Richard Nixon.

Bókin sem gefin var út heitir "Poor Richard" og ţess má geta ađ gćlunafn Richards Nixons var "Dick" og túlkar Guston andlit ţáverandi forseta Bandaríkjanna međ ţeim hćtti.

guston nixon 3        guston nixon2 


mbl.is Benjamin Button međ flestar tilnefningar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skilabođ utan úr geimnum

gortThe Day the Earth Stood Still í gćr. 

Fyndiđ ađ hafa róbótann ţetta gamaldags útlítandi, svona til ađ fylgja hinni sígildu og samnefndu B-mynd frá 1951 (sjá mynd t.v.). En svo leystist hann bara upp í allt öđruvísi vopn en sá gamli. 

Ţađ var annars flott atriđi ţegar hann byrjađi á dómsdags upplausninni, vantađi bara rödd Arnolds Schwartzeneggers -"I am GORT, prepare to die", til ađ fullkomna atriđiđ.

GORT var óneitanlega ljósi punkturinn í myndinni.  Og gott ađ vita ađ Bach virkar betur en basúkka á ógnandi geimverur.

Svo voru skilabođin frá geimverunni Klaatu eitthvađ svo ţćgilega skýr.  -Burt međ auđvaldiđ, spillinguna og grćđgina, kjósiđ Vinstri grćna annars tortímir GORT ykkur.


Hungur Steve McQueens verđlaunuđ

hunger_steve-mcqueenFyrir myndlistarunnendur ađ ţá má bćta viđ ţessa frétt um (ó)sigur Smáuglana hans Rúnars ađ breski myndlistarmađurinn Steve McQueen (já, hann heitir sama nafni og leikarinn frćgi) hlaut The discovery award á Evrópsku kvikmyndahátíđinni fyrir myndina Hunger.

Ţetta eru sömu verđlaun og McQueen hlaut á kvikmyndahátíđinni í Toronto fyrir skömmu, auk ţess hlaut myndin Camera d´or verđlaunin á Cannes hátíđinni í sumar.

McQueen er heimsţekktur myndlistarmađur. Hann er fyrrum Turner verđlaunahafi og verđur fulltrúi Breta á Feneyjartvíćringnum á nćsta ári.

Hunger er fyrsta kvikmynd McQueens (ţ.e. framleidd fyrir kvikmyndahús) og ég hlakka rosalega til ađ sjá hana.

HÉR má sjá sýnishorn úr myndinni.


mbl.is Smáfuglar fengu ekki verđlaun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hinar einu sönnu hryllingsmyndir

Undanfari hrollvekja er expressjónisminn sem birtist í sinni ógurlegu mynd í málverkum Edwards Munch, Emil Nolde, Kathe Köllwitz o.fl. fyrir og um aldarmótin 19. og 20. Og voru ţađ hryllingsmyndir síns tíma.

munch vampyr       Nolde 11    Edward Munch gerđi slatta af vampírumyndum í grafík og málverk. Eitt ţeirra má sjá í Listasafni íslands ţessa dagana.  Myndin sem ég birti hér er frá árinu 1902 og er í sömu myndröđ og sú sem er til sýnis í listasafninu.  Myndin til hćgri er eftir Emil Nolde og er frá árinu 1911.

NosferatuTil ţessara listamanna horfđu svo ţýskir kvikmyndagerđarmenn eins og Robert Weine (Das Cabinet der Dr. Calgari,1920), Fritz Lang (Der Mude Tod, 1921 og Metropolis, 1927 ) og F.W. Murnau (Nosferatu, 1922) og sóttu ímyndir og andrúm í málverk ţeirra.

Expressjónisminn er ţví örlagavaldur á hrollvekjur samtímans.

Ég hef alltaf gaman ađ svona vinsćldarlistum sem ég er ađ hengja mig viđ og mér sýnist ţetta nú vera bara topp tíu listinn hans Bigga.  Engin frekari könnun eđa úttekt.

frankenstein_paintingEn sem einlćgur ađdáandi sígildra svarthvítra mynda ađ ţá vantar auđvitađ helstu hrollvekjur sögunnar á listann. 

ţađ er t.d. glćpur ađ setja ekki Nosferatu á hrekkjarvökukvikmyndalista. Hún er alger snilld og líka undirstađa fyrir svo margar seinni tíma hrollvekjur.

Og ekki má heldur gleyma Bride of Frankenstein (James Whale, 1935). Karloff útgáfan af Frankenstein er Hrekkjavökuímynd "from hell", auk ţess er ţetta ein besta hrollvekja sem sést hefur á hvíta tjaldinu.

Spurning líka um Young Frankenstein (Mel Brooks, 1974).


mbl.is 10 bestu hrollvekjurnar fyrir Hrekkjavöku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Of og van hjá kvikmyndaleikurum

HanksĆtla ađeins ađ halda áfram međ vangaveltur um ofmetiđ - vanmetiđ og fćra frá myndlist og kvikmyndum yfir í kvikmyndaleik.  

Ofmetnasti leikarinn:  Sennilega á Arnold Schwartzenegger skiliđ titilinn "ofmetnasti leikari allra tíma", en ég held ađ honum hafi bara aldrei veriđ tekiđ alvarlega sem leikara.  Var bara fínn fyrir "blockbustera".

Charlton Heston var ofmetinn sem og Gregory Peck, hvađ ţá Richard Gere.  Ég held ţó ađ Tom Hanks sé ofmetnasti leikari allra tíma (finnst hann samt nokkuđ góđur leikari).

Paul as HarveyVanmetnasti leikarinn:   Paul Giamatti er vanmetnasti leikarinn í dag. Nýtur vissulega virđingar en fyrir mitt leyti er hann einhver sá allra besti á tjaldinu núna.  Ţađ er ţó ekki komin reynsla á hvort hann sé vanmetnasti leikari allra tíma.  Ţar bítast nokkrir um bitann.

MalcolmMalcolm McDowell er vanmetinn leikari.  Hann var magnađur í A Clockwork Orange (Stanley Kubrick, 1971) og O Lucky man (Lindsey Anderson, 1973). En síđan hafa bara veriđ lítil aukahlutverk í bođi.

Claude Rains er dćmi um frábćran leikara sem var fastur í aukahlutverkum. Kannski var hann of lágvaxinn fyrir ađalhlutverk í Hollywood eđa bara ekki nógu "macho".  Hann tók ţó nokkur og skilađi t.d. The Invisible man (James Whale, 1933) frá sér međ endemum. 

jonesAnton Walbrook var líka vanmetinn leikari. Frábćr í The Red Shoes(Powell & Pressburger, 1948) og La Ronde (Max Opuls, 1950).

James Earl Jones, sem í dag er sennilega ţekktastur fyrir ađ ljá Svarthöfđa rödd sína í Star Wars myndunum er vanmetinn leikari međ mikla nćrveru. Hann varsúper-flottur sem Jack Johnson, fyrsti blökkumađurinn til ađ verđa heimsmeistari í boxi, í myndinni The Great white hope (Martin Ritt, 1970)  

peter-lorre-Ég ćtla ţó ađ láta titilinn "Vanmetnasti leikari allra tíma" í hendurnar á Peter Lorre.  Hann skilađi allsvakalegu hlutverki  í hini frábćru  M (Fritz Lang, 1931). Hún var Ţýsk en Lorre vakti heimsathygli fyrir túlkun sína sem fjöldamorđinginn ógurlegi. Lorre var lágvaxinn og ófríđur og ţegar hann flutti til Hollywood fékk hann ađalhlutverk í nokkrum Hrollvekjum, s.s. Mad Love (Karl Freund, 1935) ţar sem Lorre sýndi aftur snilldarleik. Síđan fćrđist hlutverkaúrvaliđ yfir í aukahlutverk í nokkrum Bogart krimmum og ađ lokum var ţađ aukahlutverk í B-hryllingsmyndum. Lorre var engu ađ síđur meiriháttar leikari og sérstćđur.

Elizabeth_TaylorOfmetnasta leikkonan:  Jennifer Jones var algerlega ofmetin á sínum tíma en flestum gleymd núna ţannig ađ ţađ er varla hćgt ađ segja hana ofmetna lengur. Í dag er ţađ Angelina Jolie. 

Julia Roberts sćkir fast ađ titlinum ofmetnasta leikkona allra tíma en ég held ađ Elizabeth Taylor sé sú ofmetnasta gegn um tíđina (Finnst hún samt nokkuđ góđ leikkona).

ShelleyVanmetnasta leikkonan:    Shelley Duvall er dćmi um vanmetna leikkonu. Hún átti stórleik í 3 women(Robert Altman, 1977) og ótal ógleymanleg aukahlutverk. 

Russell virđist mér hreinlega vanmetiđ nafn í stéttinni. Fyrst ber ađ nefna Rosalind Russell. Hún var ćđisleg í His Girl Friday (Howard Hawks, 1940) og Auntie Mame (Morton daCosta, 1958). Hin er Theresa Russell. Hún fer í sama vanmetna hóp og Barbara Hershey og Jennifer Jason Leigh.

Kerry Fox er líka vanmetin leikkona. En er af sama kliberi og t.d. Cate Blanchett.

dorothy_dandridge_bw_headshotŢađ vćri freistandi ađ segja Dorothy Dandridge vanmetnustu leikkonu allra tíma. Hún var meiriháttar en lítiđ var um bitastćđ tćkifćri fyrir hörundslitađa leikkonu á fimmta og sjötta áratugnum.  Hins vegar er valiđ auđvelt fyrir mitt leyti. Vanmetnasta leikkona allra tíma er Louise Brooks.

louise_brooks0024[1]Louise Brooks var Bandarísk en gerđi sínar bestu myndir í Evrópu. Má ţar nefna Kassa Pandoru (G.W. Pabst, 1929) og Dagbók glatađrar stúlku(G.W. Pabst, 1929).

Í báđum myndunum leikur hún vćndiskonu, en undir mjög ólíkum kringumstćđum.  Brooks er stórkostleg í ţessum hlutverkum og svakalega ögrandi.  ţetta er jú á ţögla tímabilinu.

Brooks gerđi líka myndir í Bandaríkjunum en augljóslega hentađi henni betur ađ leika í Evrópu ţar sem hún ţurfti ekkert ađ skafa af. 

Brooks er tvímćlalaust ein af uppáhalds leikkonum mínu


Of og van í kvikmyndum

titanicEr enn í ţessum ofmetnu-vanmetnu hugleiđingum (sjá neđar á blogginu) í tilefni af vangaveltum um ofmetna list í Fréttablađinu um daginn og langar nú ađ láta í ljós mína skođun á kvikmyndunum.

Ofmetnasta kvikmyndin:     Sigríđur Pétursdóttir var spurđ um ofmetnustu kvikmyndina og setti hún Gladiator (Ridley Scott, 2000) í ţađ hlutverk.  Ég var svosem enginn Gladiator ađdáandi nema ađ mér ţótti klippingar í bardögunum flottar. En ef máliđ snérist um Rómverjamyndir ađ ţá hef ég átt erfiđara međ Ben-Hur, alveg yfirmáta vćmin semi-biblíumynd en ţó líka međ flottum bardagasenum. Annars er mín skođun sú ađ Titanic sé ofmetnasta mynd allra tíma.

TheThingVanmetnasta kvikmyndin:   Ég gćti svosem sagt ađ 2001: A Space Odyssey sé vanmetnasta myndin vegna ţess ađ hún fékk engin stór verđlaun á sínum tíma og lenti fáránlega neđarlega á alţjóđlegum skođanakönnunarlista yfir bestu sci-fi kvikmyndirnar.  En hún er auđvitađ langbesta sci-fi myndin og átti tvímćlalaust ađ fá Óskar og allt ţađ á sínum tíma. Hins vegar held ég ađ 2001: A Space odyssey sé í grunninn vel metin, allavega er nógu oft vitnađ í hana í kvikmyndum samtímans. Nú síđast í WallE.  

Ef máliđ snérist um sci-fi myndir ţá mundi ég segja The Thing from another world(Christian Nyby, 1951) sem fjallar um átök nokkurra manna viđ gangandi grćnmeti utan úr geimnum.

comeandseeEn máliđ er stćrra en sci-fi. Og óneitanlega er mikill fjöldi mynda á annarri tungu en ensku sem eru vanmetnar. Listinn yrđi of langur ef ég byrjađi og ćtla ţví ekki ađ hafa "ekkienskumćlandi" myndir međ í leiknum. Ţćr eru hvort sem er yfir höfuđ vanmetnar. Samt verđ ég allavega ađ nefna myndina Komdu og sjáđu / Idri I Smotri (Elem Klimov, 1985), allavega vegna samanburđar viđ Hollywood myndirnar.  Ég sá hana fyrst í Laugarásbíó um svipađ leiti og Platoon (Oliver Stone 1986) var ađ gera allt vitlaust. Platoon gersamlega hvarf í skugga ţessarar Hvítrússnesku myndar sem sýndi ógurleika stríđs, allsvakalega áhrifamikil.

KesKvikmyndin Monsieur Verdoux(Charles Chaplin, 1947) var flopp á sínum tíma,frábćr mynd, en fólk átti erfitt međ ađ sjá Charles Chaplin í hlutverki kvennamorđingja. Hún er vissulega vanmetin eins og Kes(Ken Loach, 1969), ein magnađasta og fallegasta mynd breskrar kvikmyndasögu og fyrrennari breska raunsćisins sem var vinsćlt á síđasta áratugnum. Önnur Loach mynd The wind that shakes the Barley (Ken Lopach 2006) er vafalaust vanmetnasta mynd síđustu ára. Hún hlaut reyndar Cannes verđlaun en var algerlega útilokuđ í Óskar og BAFTA vegna ţess ađ hún drap á spurningum um hryđjuverk sem kanar og bretar vilja ekki ađ fólk spyrji sig ađ. Auk ţess sýndi myndin svarta hliđ á Englendingum í garđ Íra.

hudsucker_proxyÉg er hins vegar á ţví ađ vanmetnasta mynd "ever" sé The Hudsucker Proxy  (Joel Cohen, 1994). Hún var álitin flopp og hefur aldrei hlotiđ uppreisn ćru. Ekki einu sinni eftir auknar vinsćldir ţeirra Cohen brćđra. Mér ţótti hún snilldarverk ţegar ég sá hana fyrst og ţykir hún enn snilld. Formrćn, fyndin og falleg međ létt skot á Hollywood feelgood-myndir fjórđa og fimmta áratugarins. 

Ég hef meira ađ segja tileinkađ kvikmyndinni hluta af  rannsóknarferli mínu í myndlistinni sem ég kalla Homage to the Proxyog hef ţegar sýnt í sjö hlutum í Reykjavík, Akureyri, Hveragerđi, Ísafirđi, Kaupmannahöfn, New York og Dubrovnik. Og er enn í ţróun.


Launmorđiđ á Jesse James

JessePittAllnokkuđ húllumhć var í kringum myndirnar No Country for old men (Cohen brćđur) og There will be blood (Paul Thomas Andersson) í fyrra. Sá ţćr báđar og ţótti ţrćlgóđar.  Ég lét hins vegar The Assassination of Jesse James by the coward Robert Ford (Andrew Domonik) framhjá mér fara ţar til núna ađ ég leigđi hana á DVD.

Ég verđ ađ segja ađ hún slćr ţeim fyrrgreindu viđ, ađ mínu mati. Hreint út sagt töfrandi mynd sem varpar sannfćrandi mynd af stigamanninum Jesse James, sem er sýndur nett geđveikur náungi og kvalinn sem slíkur. En gođsögn gerir hann síđan ađ einhverjum Hróa Hetti Bandaríkjanna.

JamesAffleckAđalleikararnir tveir, Brad Pitt og Casey Affleck, skila sínu međ glćsibrag. Pitt túlkar James sem sjúklega tortrygginn sjarmör sem heldur öllum (nema eldri bróđur sínum) í ótta međ óútreiknanlegum geđsveiflum.  Casey Affleck er flottur sem Bob Ford. Manni finnst hann fyrst óttalega smeđjulegur en ţegar leiđ á myndina fékk ég međaumkun međ honum.

Auđvitađ er ţetta allt smekksatriđi og ég viđurkenni ađ vissir ţćttir í kvikmyndagerđ Andrew Dominiks heilla mig vegna kvikmyndasögulegs samhengis.  En ţađ er 70´s bragur á ţessari mynd og minnir sitthvađ á ţegar ný-raunsćiđ birtist í vestrum eftir ađ John Wayne og Clint Eastwood höfđu áđur mundađ marghleypuna sem "ofurkabbojar" hvíta tjaldsins.  mccabeMér er ţá sérstaklega hugsađ til kvikmyndarinnar McCabe & Mrs. Miller (Robert Altman, 1971), sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Og ekki má heldur gleyma The Long riders sem Walter Hill gerđi um James og Younger brćđurna (sem ţó var öllu blóđugri en ţessi og Jesse James var ţá eiginlega góđi gćinn).

Tökur og senur í Launmorđinu á Jesse James bjóđa líka upp á áţekka dulúđ og einkenndi Ástralskar kvikmyndir á áttunda áratugnum, en sá er óneitanlega gulltími Ástralskrar kvikmyndagerđar. Má nefna kvikmyndir eins og Walkabout (Nicholas Roeg, 1971), Picnic at hanging rock( Peter Weir, 1975) og auđvitađ The chant of Jimmie Blacksmith (Fred Schepisi, 1978) sem fjallar einmitt um Ástralskan stigamann. Ţetta eru allt stórbrotnar myndir, en Andrew Dominik er Ástrali (reyndar fćddur í Nýja Sjálandi) og sćkir í ţennan myndabrunn heimalands síns.

Ég er semsagt heillađur eftir horfa á ţessa kvikmynd um ađdragandann ađ dauđa Jesse James og bölva mér í hljóđi ađ hafa ekki druslast á hana í bíó en ţetta er vafalaust ein ţessara mynda sem mađur hefđi betur séđ á stóru tjaldi. 


Caine tekur viđ af Olivier og Law tekur viđ af Caine

                                                   sleuth1 sleuth2

Fór í vídeóleiguna og sá ţar í hillu kvikmyndina Sleuth eftir leikriti Anthonys Shaffers í leikstjórn Kenneths Branaghs.

Leikritiđ er ađ mestu tvíleikur og leikur Michael Caine hinn roskna Andrew og Jude Law leikur Milo, sem heldur viđ unga konu Andrews og ćtlar hinn fyrrnefndi ađ koma honum fyrir kattarnef. En hlutir ţróast í ófyrirsjáalegar áttir.

Ég ákvađ ađ fresta ađ taka myndina en ég ţekki leikritiđ vel (ţetta er mikiđ frekar sviđsleikrit á filmu en kvikmynd) ţví ég sá fyrir mörgum árum Sleuth í leikstjórn Josephs L. Mankiewicz ţar sem Sir Laurence Olivier lék Andrew og Michael Caine lék ţá Milo.  Báđir sýndu snilldarleik og leikritiđ ţótti mér magnađ og plottiđ gott.

Caine hefur semsagt fćrt sig um set í leikritinu og ekki ţykir mér síđur merkilegt ađ Law lék fyrir skömmu ađalhlutverkiđ í  endurgerđ kvikmyndarinnar Alfie sem gerđi Michaei Caine ađ stjörnu á sjöunda áratugnum og kom á framfćri nýstárlegum millistéttasexapíl karlmanna í breskum kvikmyndum.

Svona  tengist ţetta nú allt saman.. Caine tekur viđ af Olivier og Law tekur viđ af Caine..


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband