Fćrsluflokkur: Mannréttindi

Óvenjulega venjulegar myndir frá Guantanamo

sims guantanamo 1Sýning Christophers Sims á ljósmyndum frá Guantanamo flóa í CAP í Washington hefur vakiđ athygli, ekki vegna hrćđilegra ímynda af pyntingum eđa ómannúđlegri međferđ á föngum, heldur vegna hversdagslegs yfirborđs.

Myndin hér ađ ofan sýnir t.d. sólbađssvalir sem minna helst á einhvern túristastađ ţar sem menn sóla sig og drekka hanastél eđa svaladrykki.  En ţegar betur er gáđ ađ ţá speglast gaddavírsgirđing og ljóskastarar til kvöldeftirlits í rúđunum á klúbbhúsinu.

sims guantanamo 2   sims guantanamo cafe   Nokkrar myndanna sýna svćđi ţar sem börn fangavarđanna hafa veriđ ađ leik eins og myndin hér ađ ofan t.v. og svo eru myndir af matsölustöđum á Gantanamo. Myndin ađ ofan t.h. er frá Café Guantanamo en jafnframt má finna McDonald´s skyndibitastađ innan gaddavírsgirđingarinnar.

sims guantanamo 4Ţá má sjá myndir af útivistar og -afţreyingarsvćđum fangavarđa s.s. útibíói og ekki vantar net til ađ sparka í og skora mörk í fótbolta.

Ţótt Sims hafi fengiđ leyfi frá yfirvöldum til ađ ljósmynda fanga og verđi eđa hermenn ađ ţá kaus hann ađ hafa myndirnar mannlausar ţannig ađ ímyndin beinist ekki ađ appelsínugulu búningunum eđa einkennisklćđnađi fangavarđanna, ţví ađ á bak viđ hversdagslegt umhverfiđ leynist líka óhugnađur.

Fjallađ er um ţessar myndir Sims í Washington Post


Breskir ljósmyndarar mótmćla nýjum lögum um varnir gegn hryđjuverkum sem skerđa frelsi ţeirra og eru hrópandi vísir á misnotkun yfirvaldsins

ljosmyndararBretar herđa enn lög í baráttu sinni gegn hryđjuverkum og skerpa um leiđ á stóra-bróđur-samfélaginu.

Ný lög tóku gildi í Bretlandi á mánudaginn sem gefa lögreglu leyfi til ađ banna hverjum sem er ađ taka ljósmyndir. Hlýđi viđkomandi ekki ađ ţá má handtaka hann á stađnum og gera myndavélina upptćka.

Ljósmyndarar mótmćltu ţessum lögum fyrir utan Scotland Yard í gćr (sjá mynd)

Lögin eru sett til ađ geta hindrađ hryđjuverkamenn í yfirlitskönnun. En eins og The Associated press hefur bent á ađ ţá skerđa ţessi lög líka frelsi ljósmyndara og jafnframt má misnota ţau ţví ađ lögreglan getur skýlt sér á bak viđ lögin og bannađ myndatöku eđa gert myndavélar upptćkar t.d. í óeirđum ţar sem lögregla kann ađ vera sek um óţarfa ofbeldi.

Menn ţar úti hafa svosem áđur misnotađ lög um varnir gegn hryđjuverkum.

HÉR má lesa frétt um máliđ.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband