Samsuða

Fór á tvær samantektir á málverkum safneigna. Annarsvegar ný aðföng Landsbankans sem eru til sýnis í austursal Kjarvalsstaða til loka ársins og hinsvegar málverk í eigu Gerðarsafns sem sýnd eru í tveimur efri sölum safnsins.

 Kjarval_Hvitasunnudagur-2     Ransu XG

"Falinn fjársjóður" er yfirheiti sýningarinnar á Kjarvalstöðum sem vísar til málverks Jóhannesar Kjarval, Hvítasunnudagur, sem fannst í Danmörku í febrúar síðastliðinn og bankinn keypti fyrir metverð.  Er þetta Kjarvalsmálverk  ástæðan fyrir sýningunni og önnur verk fylgja með í upphengið. Ágætis samsuða, engu að síður.

Þetta er litfagurt verk eftir Kjarval. Nokkuð snemma í mótunarferlinu og einhverskonar blanda af "Skógarhöllinni" og "Skilningstrénu" og svo má tengja tíglamynstur við seinnitíma hraunmyndir. held þó að 22.milljónirnar sem það kostaði bankann hafi vakið meiri áhuga almennings á málverkinu en fagurfræðilegt inntakið.

Í Gerðarsafni má sjá  aðra  samsuðu.  Kom mér á óvart að safnið ætti fyrstu myndröð Birgis S. Birgissonar, "Ljóshærð höfuð, Norrænn kynstofn". Eitthvað sem ég hefði haldið að höfuðlistasafnið, Listasafn Íslands, hefði átt að festa á kaup. Síðan eru þarna topp verk eftir Guðmundu Andrésdóttur, Kristján Davíðsson og Eyborgu Guðmundsdóttur, snilling. 

Sérstök áhersla er á verk Baltasars Sampers, enda bæjarlistamaðurinn í ár. Alls á hann fimm málverk á sýningunni. Þar ber verkið "Völuspá" af. Grófgert og fjandi kraftmikil mynd. Stóð lengi vel frammi fyrir ferlíkinu og átti í góðu samtali við það.  Portrettmyndir Baltasars smella hinsvegar ekki alveg.  "Illustrative expressionism" sem virkar alltaf frekar tilgerðarlegur, fyrir mitt leyti.

Ég reyndist sjálfur eiga verk á báðum sýningunum.....Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Mér finnst að verk Kjarvals, Hvítasunnudagur, eigi að fá veglegri umgjörð, þ.e. ramma. Ótrúlegt hvað menn geta verið hugmyndasnauðir er kemur að þeim málum.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 8.12.2007 kl. 09:06

2 Smámynd: Ransu

En Kjarval málaði sjálfur ramma á myndflötinn?

Ransu, 9.12.2007 kl. 23:44

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þakka þér fyrir. Kíki á þetta. Þau eru seig í Kópavoginum.

Var í gær á Portrettsýningunni í Hafnarborg, í annað sinn, mér finnst hún snilld.

Brian Pilkington líka góður, eini maður sem hefur fengið mig til að finnast íslensku jólasveinarnir og móðir þeirra skemmtileg! 

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.12.2007 kl. 11:06

4 Smámynd: Ransu

var sjálfur ekkert sérlega ánægður með portrettsýninguna. Full mikil fegurðarsamkeppni fyrir mitt leyti. En góð verk inn á milli.

Ransu, 10.12.2007 kl. 13:39

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jú, ég get verið sammála því að verkin eru misjöfn, en mörg þeirra fannst mér mjög sterk. Ég var dálitla stund að ná verkinu sem fékk fyrstu verðlaun, en þegar ég fattaði það fannst mér hugmyndin snilldarlega óhefðbundin: Innra portrett.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.12.2007 kl. 17:28

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Við nánari umhugsun skil ég hvað þú átt við, sýningin er frekar yfirborðsleg, það vantar kjarna og/eða brodd í hana, eða má ekki orða það svo?

Þú sérð núna hvers vegna ég bað þig að verða bloggvinur minn!

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.12.2007 kl. 17:57

7 identicon

Finnst sigurverkið líka nokkuð gott.  Kaus þó ljósmynd eftir camillu Louise French sem besta verkið á sýningunni.

Ransu (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:49

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég fór og sá "samsuðuna" í dag...flottir hringir!

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.12.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband