Topp tíu: Myndlistarsýningar ársins 2007

Í dag birtist í Morgunblađinu samantekinn topp-tíu-listi fjögurra myndlistargagnrýnenda hjá Morgunblađinu. Ţar sem ég á bara 25% í listanum langar mig ađ birta topplistann minn hér á blogginu. 

Mark1   Mary_Ellen_Mark

 Myndlistarsýningar ársins 2007

1) Undrabörn, Mary Ellen Mark ásamt Martin Bell, Ívari Brynjólfssyni og nemendum úr Öskjuhlíđarskóla og Safamýrarskóla,  Ţjóđminjasafn Íslands.

2) Guđ, Ragnar Kjartansson,  Nýlistasafniđ

3) Cobra Reykjavík, Cobra, Listasafn Íslands

4) Kristján Davíđsson, Listasafn Íslands

5) Rotnandi sýning/ Tilfinningalandslag, samstarfsverkefni 14 alţjóđlegra listamanna međ sýningarstjóranum Mathieu Copeland, Safn ehf.

6) My Oz, Roni Horn , LR-Hafnarhúsiđ

7) Eggert Pétursson, LR-Kjarvalstađir

8) High Plane VI, Katrín Sigurđardóttir, Listasafn Íslands

9) Liminality-Alveg á mörkunum, Hekla Dögg Jónsdóttir,  Nýlistasafniđ.  

10) Ljóshćrđ ungfrú heimur 1951-,Birgir Snćbjörn Birgisson, LR-Kjarvalsstađir

                                                                                                                             Nokkrar sýningar voru ađ detta inn og út af listanum og ţessar enduđu rétt fyrir utan hann: Ferđir, Kristinn G. Harđarsson, Suđsuđvestur, Sameiginlegt líf/Uppstillingar, Louisa Matthíasdóttir og Leland Bell, Hafnarborg, Minning Ţórarins Nefjólfssonar,  Magnús Pálsson, Gallerí i8, Volume of silence, Bernd Koberling í Gallerí Turpentine, Í beinni - Viđburđur verđur sýning, Pierre Huyghe í Hafnarhúsinu, Still Drinking about you, Kolbeinn Hugi Höskuldsson í Nýlistasafninu og Miđbaugur og Kringla, samsýning Norrćnna listamanna í Kringlunni og miđbć.

 ragnarguđd

Mér ţótti erfitt ađ velja á milli sýninga Mary Ellens Marks í Ţjóđminjasafninu og Ragnars Kjartanssonar í Nýlistasafninu í fyrsta og annađ sćtiđ. Var verulega snortinn af báđum sýningunum, en á mjög ólíkan hátt, enda mjög ólíkar sýningar.  Ragnar náđi manni međ skemmtilist (artentainment) sem var ađ sama skapi vel útfćrt rýmisverk,  og endurtekin mantran, "Sorrow conquers happyness",  hreyfđi allverulega viđ tilfinningasviđinu.   

Sýningin Undrabörn í Ţjóđminjasafninu er í hefđbundnari kantinum (hún er enn í safninu). Uppistađan er ljósmynda-ritgerđ (photo-essay) Mary Ellens Marks af fötluđum börnum í Öskjuhlíđarskóla, Safamýrarskóla og Lyngási, auk heimildarmyndar Martins Bell um Alexander (nemanda viđ Öskjuhlíđarskóla), ljósmyndum Ívars Brynjólfssonar af innviđi skólanna og list barna úr skólunum.  Ţetta er falleg, áleitin, metnađarfull og málefnaleg sýning. En megin ástćđan fyrir ţví ađ ég vel Undrabörn í fyrsta sćtiđ umfram sýningu Ragnars, er ađ umrćđan sem hún hefur skapađ á međal almennings hefur haft áhrif á framtíđ skólanna. Hugmyndir ráđamanna um ađ fatlađir eigi betur heima í almennu skólakerfi, sem setti Öskjuhlíđarskóla og Safamýraskóla upp viđ vegg og allt útlit var fyrir ađ slíkir sérskólar yrđu lagđir niđur á endanum, hefur snúist viđ. Menntamálaráđuneytiđ hefur stađfest ađ hanna eigi nýjan sérskóla međ enn betri ađstöđu. Er ţetta breytta viđhorf mikiđ til sýningunni og ađstandendum hennar ađ ţakka.

                                                                                                                              Gleđilegt nýtt myndlistarár!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleđilegt nýtt myndlistarár.

Flottur listi hjá ţér, held ég hafi náđ ađ sjá ţćr vel flestar ţessar sýningar en ég verđ ađ taka undir toppsćtin tvö, frábćrar sýningar! 

Ragga (IP-tala skráđ) 31.12.2007 kl. 16:03

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

-Ađeins í myndum barna eru skýin blá og sólin hornreka- Gleđilegt nýtt sjónlistarár!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 31.12.2007 kl. 17:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband