LHÍ hefur skólastarf við Laugaveg árið 2011

LHILaugavegFór í gær á kynningu fyrir kennara LHÍ á byggingu og hugmyndafræði henni að baki.  Þá var í raun ekki ljóst hvar málin stæðu með nýjan meirihluta en samkvæmt yfirlýsingum Hönnu Birnu í Mogganum í dag að þá á að keyra húsnæðið í gegn og ef allt stenst áætlun að þá mun skólastarf í nýju húsnæði LHÍ hefjast árið 2011.

Páll hjá + Arkítektum sá um kynninguna.  Ég þekki Palla vel og veit að hann gefur hjartað í það sem hann gerir. Tillagan er vandlega ígrundum en vissulega margt sem þarf athuga til að sinna þörfum ólíkra listgreina. það verður gert í samráði með þeim sem koma að kennslu. 

Um 30% af skólanum á að vera opið almenningi á skólatímum.  Verkstæði og annað verður lokað en það eru svosem engar gaddavírsgirðingar sem meina hverjum sem er að rölta um skólann öllum stundum.  Því læt ég einhverjar spurningar um vinnufriðinn, en aðstæðurnar eru kannski ekkert betri í Laugarnesinu, hvað það varðar, allir eru ofan í öllum.

Ég hefði vissulega viljað sjá gert ráð fyrir stærra vinnusvæði fyrir myndlistarnemana, að þessi nauma skömmtun á vinnurými sé brotin upp og að nemendur fái strax á tilfinningunni að í vinnurými megi "hugsa stórt".

trioMér þykir flott að skólinn ætli ekki að gera ráð fyrir einhverjum sérstökum bílastæðum. Að hann vilji frekar hvetja til notkunar á almenningsfarartækjum eða að menn geti bara fengið sér hjól, annars að leigja sér bara stæði.  Hins vegar mun Samson með Björgólf í broddi fylkingar ætla að byggja 200 bílastæði þarna undir, en þau eru ekki bara ætluð fyrir LHÍ. En máski má semja um einhver þeirra því ekki eru allir í stakk búnir til að hjóla eða ganga einhverjar vegalengdir.

Þá  leit ég yfir aðrar tillögur og tel að  tillaga + Arkítekta hafi átt sigurinn skilið. Sumar af tillögunum voru hreint og klárt umhverfisslys.  Fyrirhöguð bygging er nokkuð vandlega hagrædd að umhverfinu, miðað við að þetta er "monumental" bygging.  Abstrak séð eru kubbar sem falla inn og út í húsinu miðaðir við veggstærðir húsanna í kring.

Ég hafði sérstaklega gaman að hlusta á Palla tala um bygginguna eins og líkama (s.br. Marcus Vitruvius). Hvar hjartað væri, lungað ofl.  Ætli vinnuverkstæðin séu þá ekki ekki meltingin?

fame-1-1024Ég hef eitthvað verið að gantast með í Mogganum og hér á blogginu að hugmyndin að staðsetningunni sé sprottin úr kvikmyndinni Fame(Alan Parker, 1980). Og verð að játa að ég sé alltaf fyrir mér, eins og í Fame,  nemendur í dansi hoppa upp á bíla við Laugaveg í trylltu svíngi, tónlistarnema á stéttinni spilandi og syngjandi og leikarana faðma að sér gesti og gangandi með einhverju skemmtilegu látbragði.

Hins vegar veit ég ekki alveg hvað myndlistarnemarnir gera með slíkar uppákomur. Máski "performera" bara með öllum eða taka upp á einhverju róttæku "Happening".  Allavega verða þau ekki úti á götu að teikna portrett.

Ég þarf augljóslega að sjá myndina aftur, Veit einhver hvort hægt sé að leigja Fame á DVD einhversstaðar í Reykjavíkinni?


mbl.is Vill auka samstarf við minnihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hoi ransú,

 ég skrifaði grein um þennan fund í viðskiptablaðið sem kemur út á morgun 4. sept.

 kveðja

ásmundur ásmundsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband