Fé flæðir úr fossum Ólafs Elíassonar

fossBorgarstjórn NYC hefur tilkynnt að fossar Ólafs Elíassonar hafi skilað borginni 69 milljón dollurum vegna túrisma.

Frá þessu er greint í New York Times sem má lesa HÉR ásamt bloggathugasemdum, en menn virðast ekki á eitt sammála um hvernig reiknisformúlu á að nota, hvort fólk hafi gagngert komið til NYC til að skoða fossana, hversu mikill kostnaður fer í að laga vegna umhverfisskemmda sökum saltúða o.fl.

Eins og einn bloggari komst að orði;

"Waterfall project at the Brooklyn Bridge served “no” Green use both active nor passive thus it was a statement of art that served ‘no’ purpose except a money drain".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Olafur Eliasson helt thvi fram i vidtali i morgunbladinu, ad raunveruleg list vaeri ekki "vara" sem haegt vaeri ad versla med, thvilik hraesni. Ef ad madur a ad meta "gaedi" listaverk ut fra vaegast sagt haepnum forsendum, tha hugsa eg ad parisarbuar graedi margfalt thessa upphaed a Monu Lisu. En Olafur er med mikid "propaganda" team a bak vid sig, her a landi hefur Edda hja 8i ospart notad sambond sin i mogganum vid ad reka arodur, m.a. um Eliasson, og haldid thid ad hann muni nokkud kannast vid sitt islenska aetterni i brad? thad var heppilegt a timabili, ekki nu.

judas (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Þarna er Júdas að benda á lífseiga hræsni í listheiminum. Edda í I8 hefur kríað út marga styrki bæði úr einkageiranum og hinum opinbera í mörg ár. útá falska jómfrúrímynd (meykerlingarímynd?) óseljanlegrar myndlistar. Ólafur Elíasson bregður henni til samlætis yfir sig þessum falska kerlingarkufli, nýju fötunum keisarans. Strekkir utanum sig lífstykkið til að líta auralaus og ósnortinn út. Hvað er I8 að gera á alþjóðlegum listakaupstefnum? Það kostar peninga að leigja bás þar, alveg eins og í Kolaportinu. Ef maður selur ekki er maður át. Gangi þeim vel og hætti þau að barma sér.

Þau í I8 kunna að haga seglum fínlega eftir vindi eins og núverandi sýning hjá þeim ber vitni um: Plein-Air málverk! Eitthvað landslagsdót málað "á staðnum" og sett í virðulega glerkassa. Dæmi um það að þegar harðnar á dalnum leita "útverðir" í skjólið.

Kristbergur O Pétursson, 23.10.2008 kl. 21:38

3 identicon

Eg held ad thad seu ansi margir sem seu sammala ther Kristbergur.

Ef thad hefur verid sett i sotthreinsadan gler kassa, tha hlytur thad ad vera eitthvad merkilegt! Mer hefur alltaf fundist 8i vera eins og tannlaeknastofa eda eitthvad alika frahrindandi, kanski likhus, allavega er stemningin thar alika frahrindandi, en liklega taknraent fyrir thann tima sem er vonandi lidinn.

judas (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 23:01

4 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ég hef ekkert á móti I8 eða þeirra stefnu. Rýmið er eins hlutlaust eins og í flestum sýningarrýmum þó að stundum kunni það að virka kalt og sterilt. Það sem Ólafur kallar raunverulega list er einnig vara sem hægt er að hafa tekjur af á einn eða annan hátt, beint eða óbeint. Fossarnir eru dæmi um það. Af hverju ætti "raunveruleg list"  að vera ósnortnari af stóra gangverkinu sem heimurinn reynir að bjarga í dag en kvikmyndir og bókmenntir? Þessar listgreinar eru að minnsta kosti atvinnuskapandi fyrir fjölda fólks í ýmsum starfsgreinum. Ef eitthvað er úrelt það er það meydómsímynd myndlistarinnar í peningamálum, og fólk ætti ekki að sigla undir því falska flaggi.

Kristbergur O Pétursson, 24.10.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband