Avant-garde eða kitsch

800px-Sonic_Youth_live_20050707Las Alíslenskt popp: skýrslu, Arnars Eggerts Thoroddsen í Lesbók.

Skemmtileg grein / skýrsla.

Spurningin um "alvöru" listamenn og skemmtikrafta sem Arnar veltir fram í popptónlistinni er sígild í listinni.

Í myndlistinni er það spurningin um Avant-garde og kitsch eða framúrstefnulist og "listlíki" (hef alltaf átt erfitt með þessa þýðingu á kitsch en kitsch er til þess gert að höfða til múgsins).

Bandaríski gagnrýnandinn Clement Greenberg skrifaði áhugaverða ritgerð um þetta efni skömmu eftir heimsstyrjöldina síðari þar sem hann m.a. sagði óumflýjanlegt fyrir framúrstefnulistina að verða á endanum kitsch.

koons puppyMódernisminn byggðist á framúrstefnu en var að sama skapi glóbal. Póstmódernisminn tók öðruvísi á málunum og á níunda áratug síðustu aldar varð Jeff Koons ofurvinsæll í myndlistinni þegar hann skapaði list sem meðvitað höfðaði beint til almennings á forsendum framúrstefnunnar.

Donald Kuspit, gagnrýnandi, kallaði list Koons og hans líka, psuedo avant-garde (gervi framúrstefnulist) og taldi megin muninn á framúrstefnulistamanni og listamanni gervi framúrstefnunnar vera að sá síðarnefndi velti sér upp úr gildum Rómar en sá fyrrnefndi ögraði þeim.  En samkvæmt Kuspit (og reyndar mörgum fleiri) telst það háleitara markmið listamanns að ögra viðteknum gildum fremur en að velta sér upp úr þeim.

Í því sambandi þótti mér athugasemd Einars Bárðarsonar áhugaverð.  En hann stendur óneitanlega með vinsældum umfram öllu öðru.  Enda vinnur við að búa til vinsældir í takti við það sem fyrir er en ekki ögra viðteknum gildum.

Myndir: 1) Sonic Youth á tónleikum (bara besta tónleikaband ever), 2)  Blómaskúlptúrinn Puppy eftir Jeff Koons fyrir utan Rockefeller center árið 2001.


mbl.is Alíslenskt popp: skýrsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband