Þetta er 90´s

prodigyÍ Af listum pistli dagsins veltir Birgir Örn Steinarsson fyrir sér skilgreiningu Á 90´s kvöldum, og kvartar yfir einsleitri tónlist á slíkum danskvöldum sem hann kallar glóstauta-sápukúluteknó. En bendir svo á að ólíkt áttunda og níunda áratugnum hafi stefnur og straumar tíunda áratugarins einkennst af fjölbreytni, þar sem allt var leyfilegt.

Í myndlistarsvelti Morgunblaðsefnis gerir maður sér gott úr því að sækja líkingar við myndlistar-umræðu í aðrar greinar og því forvitnilegt að lesa þessar yfirlýsingar Bigga í samhengi við þróun myndlistar.  En þar er sama uppi á teningnum. 

Endalok módernismans á hvörfum áttunda og níunda áratugarins marka samskonar breytingar í myndlist og popptónlist, enda snýst þetta um breytt viðhorf almennt, Samt voru mjög skýrar afmarkaðar stefnur á þeim níunda, s.s Nýja málverkið / Bad painting (sem var sama og pönkbylgjan í poppinu), Neo geo / Nýja geometrían, Ný konseptlist og Yfirtökulist.

tXGeo5Á tíunda áratugnum er annað þrep póstmódernismans. þegar allt má.

Fyrir mitt leyti markaði hljómsveitin The Podigy tímamót. Sérstaklega þegar lagið Firestarter fór í spilun. Lagið var sambland af pönk og danstónlist og skipti hún sköpun fyrir mína myndlist, varð til þess að ég fór að hugsa um samblöndun athafna- málverks og mínimalisma eða geometríu (sjá mynd t.v.), eitthvað sem í eina tíð var óhugsandi á sama myndfleti, rétt eins og pönk og dans (þá meina ég diskódans) var óhugsandi í einu sándi níunda áratugnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Prodigy mörkuðu jú tímamót í svokallaðri mainstream tónlist, það er satt.

Hinsvegar má á móti segja að hljómsveitir eins og Skinny Puppy, Psychic TV, Front 242, Frontline Assembly og Throbbing Gristle hafi gert það sama (og betur) innan industrial-tónlistarstefnunnar.    En þeirra verk voru líklegast ekki jafn aðgengileg og tónlist Prodigy, sem náði til allra heimshorna með Firestarter. 

þakka áhugaverðan pistil :) 

kiza, 19.11.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Ransu

Upptaldar grúppur, eins góðar og þær voru,  kúrðu í skugga brittpoppsins.  

Ég var líka mjög hrifinn af GURU (Gifted Unlimited Rhymes Universal) sem er early 90´s tappi sem gifti saman hipp hopp og jazz innan dægurlagageirans með Jazzmatazz plötunni. 

Prodigy kemur til aðeins seinna og reyndar er þessi skýra samblöndun þeirra á ólíkum tónlistastefnum ekki áberandi fyrr en í Firestarter (1997) þar sem maður finnur fyrir samhliða þróun diskósins og pönksins í einu bandi.

Væntanlega eru margir Prodigy aðdáendur ósáttir við að bendla þeim við diskó, en ég hugsa það í samhengi við dansinn eða diskótekin sem í mína tíð (90´s) höfðu færst yfir í teknóið. Prodigy snerti þessa báða fleti mjög sterkt. Í Firestarter er samt minna teknó og meira pönk miðað við áður.  Ekki síst í videóinu. En 90´s er líka ímyndatímabil þannig að pönkið var þá ímynd en ekki lífsviðhorf og það var ekkert athugavert að sjá gaur úti á götu með móa hárgreiðslu, rifnum hermannajakka með peace merki á bakinu og Vangelis í vasadiskóinu. Slíkt var samsullið.

Í myndlistinni var þetta einmitt að gerjast með svipuðum hætti. menn blönduðu saman surrealisma og popplist svo úr varð Poppsúrrealismi, o.s.frv.

90´s er  fullþroskaður póstmódernismi.

Ransu, 20.11.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband