Óskráður kafli.

Morgunblaðið hefur frá upphafi sinnt myndlistargagnrýni af sóma og undanfarin ár verið eini fjölmiðillinn á Íslandi þar sem hægt hefur verið að lesa umfjöllun um myndlistarsýningar. 

Eftir októberinn ógurlega fer hægt um myndlistargagnrýni og ljóst að þessi kafli íslenskrar myndlistar verður óskrásettur handa komandi kynslóðum.

Máski verða hér mikilvægustu hræringar íslenskrar myndlistar frá upphafi, endurnýjun, uppstokkun, ný gildi og hvað nú annað.  Hver veit? En þær verða ekki skrásettar í umfjöllun eða þá í opinberri gagnrýnni umræðu.

Ég hef áður sagt að það er ekki ábyrgð Morgunblaðsins að skrásetja íslenska myndlistarsögu.  Það eru einhverjir aðrir sem hafa skorast undan þeirri ábyrgð að sinna skjalavörslunni sem finna væntanlega fyrir gapinu þessa dagana og næstu mánuði.  En það hefur engu að síður verið metnaður blaðsins að fjalla um myndlist út frá gagnrýnu sjónarhorni. Þ.e. allt þar til að kreppan skall á og niðurskurðurinn tekinn í botn til að halda lífi í prentsvertunni. Sem þýðir að hægja á gagnrýninni til einhvers tíma.

En fari blaðið á hausinn þá fer myndlistargagnrýn með í för því augljóst að enginn fjölmiðill hefur áhuga á að sinna þessu.

Nýr netmiðill, smugan, er þeirra á meðal.  þar er menningardálkur sem fjallar um bækur og bíó.


mbl.is Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Árvakurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Hart er í heimi, en ég sé fyrir mér öflugt helgarblað Morgunblaðsins í framtíðinni og þar inní Lesbókina.  Einnig mætti efla Mbl.is verulega.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 28.11.2008 kl. 18:40

2 identicon

ég man þá tíð þegar dagblöðin voru 4 eða 5 öll með myndlistargagnrýni ef ég man rétt, þá höfðu allir minna milli handa engin ofurríkur.. en þá var þetta hægt..hvað gerðist..

það er bæði hagur og siðferðileg 'skylda'  Moggans að sinna umfjöllun um myndlist þ.e. ef hann vill vera spegill samtíðarinnar...

þegar kreppir að hjá strætó hafa þeir gjarnan fækkað ferðum og dregið saman þjónustu og halda að það spari ...í stað þess að fjölga ferðum og bæta þjónustu og fá þannig fleiri kúnna og spara á öðrum sviðum, mengun,slit á götum, slysum... mér dettur þetta í hug í sambandi við val á niðurskurði Moggans..ef Mogginn hættir að sinna menningu er hann fyrir mér dauður og búinn að vera og ég mundi segja honum upp..

anna joelsdottir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 15:21

3 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ég get ekki hugsað mér Moggann án menningarumfjöllunar.

Kristbergur O Pétursson, 1.12.2008 kl. 09:30

4 identicon

Ég segi það sama og Anna, ég segi mbl honum upp ef þetta heldur svona áfram. Þetta lítur líka í augnablikinu ekki út eins og fækkun á myndlistargagnrýni heldur virðast þeir vera hættir með hana.

Jóhanna H. Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:35

5 Smámynd: Ransu

það hafa verið birtar 1-2 umfjallanir í Lesbók síðustu vikurnar.

En það er ljóst að þetta er "catch 22" ástand hjá Mogganum. Þ.e. að þurfa að skera á það sem gefur blaðinu sérstöðu til þess að halda því gangandi en um leið missa áskrifendur sem hafa sóst eftir þessari sérstöðu.

En við trúum að þetta sé tímabil sem gengur yfir.

Ransu, 1.12.2008 kl. 16:03

6 identicon

er eitthvad sem myndlistarfolk getur gert til ad halda pessu vakandi med jakvaedum uppbyggjandi sannfaeringarkrafti .. 

..eg les um barattuhopa a fartinni um allar jardir heima um pessar mundir...hafa listamenn sameinast um sin mal..

ae nu duttu islensku stafirnri ut...

 kv.

anna joelsdottir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:36

7 identicon

fann ísl stafina aftur..

var að lesa að RUV tók til baka að fella niður morgunleikfimi vegna sterkra viðbragða hlustenda..

þannig að sterk viðbrögð geta skipt sköpum..

en fyrst í leikfimi..

Anna Jóelsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:29

8 Smámynd: Ransu

Ég er viss um að myndlistarmenn gætu komið mörgu í gegn með samstöðu. S.s. að krefja RÚV og aðra fjölmiðla um myndlistaumfjöllun.

En það þarf fyrst samstöðuna.

Ransu, 1.12.2008 kl. 19:24

9 identicon

Heill og sæll. Menningarhluti Smugunnar er enn sem komið er rekinn af miklum vanefnum, nánar tiltekið í sjálboðastarfi menningarritstjóra meðfram fullri vinnu við bóksölu, en unnið er að því að búa til einhvers konar lauslega ritstjórn - og efnisflokkum mun einfaldlega fjölga eftir því sem efni kemur í þá. Ég er ekki maðurinn til að skrifa lærðar greinar um myndlist en ef einhver er tilbúinn að skrifa slíka pistla þá væri mér mikið gleðiefni að birta þá. Ef þú þekkir einhvern sem gæti haft áhuga er þér velkomið að gauka ímeilinu asgeirh (a) smugan.is að viðkomandi.

Ásgeir H Ingólfsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 05:45

10 Smámynd: Ransu

Skal gert Ásgeir.

Legg höfuðið í...

Ransu, 2.12.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband