George Brecht látinn

160px-brecht_dripmusicFluxus listamaðurinn George Brecht lést um helgina á elliheimili í Köln. 

Brecht fæddist í New York árið 1926 en fluttist til Frakklands á sjöunda áratugnum þar sem hann tók þátt í Fluxus uppákomum og rak þar Fluxus listaverkabúð fram til ársins 1968, en þá flutti hann til Lundúna og að lokum til Kölnar árið 1972.

Ludwigsafnið í Köln hélt heilmikla yfirlitssýningu á verkum hans þar í borg árið 2005. Hann átti líka verk Fluxussýningunni miklu í Listasafni íslands árið 2004.

Brect starfaði náið með John Cage, Nam June Paik og Robert Filliou, jafnt sem myndlistarmaður og tónskáld og tvinnaði þessar listgreinar saman í gjörningum sínum.

Hans frægasta verk er Drip music, sem hann samdi árið 1959 og frumsýndi ári síðar.

Hann hefur samið ýmsar útgáfur af Drip tónlistinni.

Á myndinni er hann að "performera" slíkt verk og hér að neðan má sjá og heyra verkið í nýlegri flutningi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband