Breskir ljósmyndarar mótmæla nýjum lögum um varnir gegn hryðjuverkum sem skerða frelsi þeirra og eru hrópandi vísir á misnotkun yfirvaldsins

ljosmyndararBretar herða enn lög í baráttu sinni gegn hryðjuverkum og skerpa um leið á stóra-bróður-samfélaginu.

Ný lög tóku gildi í Bretlandi á mánudaginn sem gefa lögreglu leyfi til að banna hverjum sem er að taka ljósmyndir. Hlýði viðkomandi ekki að þá má handtaka hann á staðnum og gera myndavélina upptæka.

Ljósmyndarar mótmæltu þessum lögum fyrir utan Scotland Yard í gær (sjá mynd)

Lögin eru sett til að geta hindrað hryðjuverkamenn í yfirlitskönnun. En eins og The Associated press hefur bent á að þá skerða þessi lög líka frelsi ljósmyndara og jafnframt má misnota þau því að lögreglan getur skýlt sér á bak við lögin og bannað myndatöku eða gert myndavélar upptækar t.d. í óeirðum þar sem lögregla kann að vera sek um óþarfa ofbeldi.

Menn þar úti hafa svosem áður misnotað lög um varnir gegn hryðjuverkum.

HÉR má lesa frétt um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: jórunn

Sjitt!

jórunn, 19.2.2009 kl. 11:59

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Big Brother is watching... við erum á leiðinni inn í lögregluríki á vesturlöndum og terroristarnir (sem kannski eru til) eru notaðir til að réttlæta það.

Villi Asgeirsson, 19.2.2009 kl. 12:54

3 identicon

Er ekki merkilegt hve litla athygli þetta vekur?

Ekki forsíðufrétt, ekki einu sinni baksíðufrétt, ekkert í imbakassanum.......

Finnst fólki þetta ekki vera fréttnæmt, hvað er að?

Er ekki tími til kominn að þetta hryðjuverkakjaftæði og lögreglusamfélag sé rætt í alvörunni? Hvað með t.d. Silfur Egills, sérstakan þátt um þessi mál? Lærði fólk ekkert af Nasistunum og þeirra hugsjónum? Ætlum við að endurtaka leikinn frá þýskalandi þegjandi og hljóðalaust?

wtf.......eða er fólk almennt sama skítapakkið og í den og finnst þetta bara flott?

magus (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 10:22

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki endilega skítapakk. Það er bara þjáð af athyglisbresti. Það virkar svo fjarstæðukennt að við séum á leiðinni inn í lögregluríki að flestir afskrifa þetta sem samsæriskenningar. Jafnvel þótt sannanirnar öskri í andlitið á þeim.

Villi Asgeirsson, 23.2.2009 kl. 11:25

5 Smámynd: Ransu

Já, merkilegt að frétt um þessi bresku lög kæmist ekki í fjölmiðlaumfjöllun hérlendis þar sem þau eru vísir að misnotkun á lögum eins og Landsbankinn lendir í og þá innlegg í þá umræðu.

Og ég er sammála að það mætti ræða þessi mál opinberlega í stað þess að horfa á þau í sci-fi bíómyndum og ekki sjá hversu nálægur stóri bróðir er okkur.

Ég sá ansi góða "pólitíska" auglýsing frá fataverslun í New York.

Textinn var eitthvað á þessa leið: Walking in New York you appear on camera about every 30 seconds.  Shouldn´t you be well dressed? 

Ransu, 23.2.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband