Námsefnið í gegn um listir og leik - Opinn dagur í Lækjarbotnum.

waldorf opid husAf því að ég hef stundum sett út á listaleysið í skólakerfinu þá get ég hreykinn sagt að ég iðka það sem ég predika og þegar dóttir mín komst á skólaaldur að þá kom lítið annað til greina en waldorfskóli.

Hún gengur í waldorfskólann í Lækjarbotnum og bræður hennar í leikskólann á sama stað.

Waldorf kennslufræðin vill nálgast námsefnið í gegn um listir og leik.  Útivera og hreyfing er meiri en kyrrseta.  Þau líka læra formteikningu samhliða stærðfræði og ég bendi sérstaklega á að þessi svakalega flotta op mynd á plakatinu (t.v.) er úr 10 ára bekk.   

Ég skrifaði reyndar aðsenda grein um skólann sem kemur í Moggann á morgun, laugardag, en þennan sama dag er opinn dagur hjá waldorfskólanum í Lækjarbotnum.

Ég hvet ykkur, sem ekki eruð að meika almenna skólakerfið og eruð með börn sem nálgast skólaaldur, að mæta og kynna ykkur litrófið.

Og líka ykkur sem eruð að meika hið almenna skólakerfi að mæta og kynna ykkur líka litrófið, því það er eins með waldorfskólann og hinn almenna ríkisskóla að hann þarf ekkert endilega að henta öllum.  Þessvegna er gott að vita litrófið.

Lækjarbotnar eru á leiðinni frá Reykjavík til Hveragerðis, alveg við byggð borgarmörkin en samt úti í sveit. Upp brekkuna og beygt til hægri rétt eftir Heiðmörk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Frábært að hafa val í menntakerfinu því ekki eru allir smiðir (lestrarhestar, stærðfræðingar), þekki Waldorf í gegnum fagið mitt. Svo sammála um að það mætti vera meira af slíku.

Það er hægt að gera svo margt skemmtileg í kennslu í myndlist.  Eitt verkefni sem ég var með fyrir "mína" krakka í 3. bekk var pappakassahús eins og við gerðum í gamla daga. Meira að segja strákarnir voru spenntir því og það var óvenjulegt því flestir voru frekar leiðir í hefðbundinni kennslu í myndlist. Þau skáru út glugga, hurðar og slíkt, voru komin með sólpalla fyrir utan, smíðuðu girðingu osfrv. Hefði verið hægt að halda nánast endalaust áfram.Og kostaði kúk og kanel.

Ég lét þau líka t.d. gera nafnorðamyndir við góðar undirtektir, ég er á því að það eigi að tengja myndmennt miklu meira en nú er gert, við önnur fög. 

Rut Sumarliðadóttir, 21.3.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband