Listamaður kynntur; Natalia Goncharova

Natalia Goncharova fædd árið 1881 í Ladyshkino í Rússlandi. Menntaði sig höggmyndalist og arkitektúr í Moskvu, en snéri sér svo að málaralistinni.

Natalia Goncharova1            goncharova_decorative_compos

Í karllægum listheimi féll hún í skugga eiginmanns síns, listmálarans Mikhails Larinovs, en Goncharova var engu að síður frumkvöðull í Rússneskum módernisma, sýndi einnig með Þýska expressjónista hópnum "Der Blaue Reiter"  og á öðrum tug 20. aldarinnar tilheyrð hún fámennum hópi listamanna svokallaðs Rayonnisma, sem er innan álíkra hugmynda og Fútúrismi og Vorticismi.

Árið 1919 fluttist hún til Parísar þar sem hún naut skammrar hilli fyrir leikhúshönnun og sviðsetningar.  Hún varð síðan heilsuveil og lést í fátækt í París árið 1962. Hún var flestum gleymd utan Rússlands þegar verk eftir hana, "Að týna epli" seldist á uppboði hjá Christie´s í Lundúnum á 4,9 milljónir punda í júni síðastliðnum.

natalia concharova

Goncharova spannaði nokkuð breytt svið í málaralistinni, leyfði sér jafnvel að fara út í dekorasjón þegar kom að abstraktmálverki (á bannlista hins karllæga myndlistarheims). það eru þó Neo-prímitíf málverk hennar sem standa uppúr, en hún heillaðist snemma að alþýðulist sem einkenndi verk hennar alla tíð og tvinnaði saman alþýðulist og trúarlegar ímyndir eða íkonamyndir með sláandi hætti . Því er tilefni að birta mynd hennar "Fæðing frelsarans" með á þessari kynningu á listamanni á aðfangadegi jóla.

Gleðileg jól

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir mig.

Gleðileg jól og hafðu það sem allra best yfir hátíðarnar. 

Ragga (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 16:03

2 identicon

Gleðileg jól og hafðu það sem allra best  kv ingvar

ingvar (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 21:45

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gleðilega rest!

Takk fyrir þessa kynningu, athyglisverð listakona. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.12.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband