Yfirfullt á opnun Riceboy Sleeps í Lundúnum

RiceboySleeps2_RainEin aðalfrétt Artinfo í morgun er að annar helmingur Riceboy sleeps, sem opnaði í lítt þekktu Agency galleríi í Lundúnum í gær, sé Jónsi í Sigur Rós.

Greinarhöfundur, Oliver Basciano, dáist að því að markaðssetning gallerísins hafi ekki gert neitt úr þessum hluta tvíeykisins, en einhverjir blaðamenn rákust á þetta á aðdáendasíðu Sigur Rósar.

Fyrir vikið mættu blaðamenn og sjónvarpstökufólk á opnun sem var yfirfull af fólki. En sennilega hefði þetta ekki þótt jafn fréttnæmt ef PR gallerísins hefði miðast út frá nærveru Jónsa.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort að breskir gagnrýnendur taki á sýningunni. Og máski einhverjir sigrar í vændum?

Mynd: Riceboy sleeps, Rain down my Favorite songs, 2007

Hér er svo hlekkur á heimasíðu The Agency gallery http://www.theagencygallery.co.uk/index.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið ofboðslega er maður orðinn þreyttur á þessari " heimsfrægð " sem þú ágætur Bokki skrifar á MBL. Þessi síðasta "frétt" þín um ... RiceboySleeps2_Rain Ein aðalfrétt Artinfo í morgun ... segir í raun minna en ekki neitt - gjörsamlega tómt vatnsglas . Sem verktaki hjá MBL væri skemmtilegt að sjá sjálfstæða umfjöllun sem kemur beint frá einhverju sem skiptir máli. Ekki einhverri " heimsfrægð " og fagurgali.

Það er margt að gerast í Íslenskri menningu. Please - make money and dont be read AMSTERDAM !

grl

Guðmundur R Lúðvíksson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 00:45

2 identicon

Ahahahaha. Kíkti á umrædda vefsíðu og sá engar " heimsfréttir ". Ertu bara að JOKA með okkur aulana ?

GRL

Ps. vill fá svar frá heilögum. Ætlaði að senda mynd af "aðalréttinni" en ekki gefin kostur.

GRL (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 00:57

3 Smámynd: Ransu

Sæll Guðmundur. Ég mundi gjarnan vilja að þú fengir útrás fyrir gremju þinni annarsstaðar. Og látir þessi barnalegu uppnefni eiga sig.

Þér er frjálst að sleppa að lesa bloggið mitt ef það pirrar þig eitthvað.  Þetta er ekki opinber stofnun sem sinnir almennum fréttum, bara ég að blogga um hitt og þetta sem viðkemur menningu.

Hér er linkur á fréttina ef það hjálpar þér til að líða betur.

http://www.artinfo.com/news/story/27318/sigur-rs-frontman-draws-crowd-to-sleepy-london-gallery/

Ransu, 14.4.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband