Meira af stjörnum

JohnsHann var ágætur -Af listum pistillinn- sem Anna Jóa skrifaði í Morgunblaðið í dag um stjörnugjöf í myndlistargagnrýni.  Fínt að fá hitt sjónarhornið opinbert.

Myndin af flaggi Jaspers Johns viðeigandi. Upphaf gegnsæis í abstraktinu og yfirtaka dægurmenningar í myndlist.

Ég er sammála henni í mörgu. Allavega eru allar hætturnar sem hún nefnir vissulega til staðar.  En þær eru hættur ekki staðreyndir.

Ég er líka sammála að gagnrýni sé hluti af menningarumræðu (hún er mjög mikilvægur partur af henni), en eins og staðan er núna að þá eru gagnrýnendur Morgunblaðsins á eintali, það er sama og engin umræða í gangi. Ekki á meðan aðrir fjölmiðlar hunsa hana. 

Pistill Önnu, þar sem hún rökstyður sína afstöðu gegn stjörnugjöf til móts við minn pistil um hvers vegna ég tel stjörnugjöf tímabæra, skapar tvo póla í opinberri umræðu, sem hollt og gott í umræðu. En umræðan er engu að síður á milli okkar tveggja kollega á Mogganum.

Ég veit reyndar að margir myndlistarmenn spá í stjörnurnar og skiptast í þessa tvo hópa, með eða á móti.

Anna talar um að flestar sýningar fái þetta tvær og hálfa eða þrjár stjörnur.  Að það sé meðaldómur.  Fjórar stjörnur sé góð sýning.  Ég mundi hins vegar segja fjórar stjörnur mjög góða sýningu og þrjár og hálfa góða.  Tvær og hálf er meðalmennskan.

Ég hef líka tekið eftir þessu með tvær til þrjár stjörnur og finnst það athyglisvert og ég spyr hvort við séum þá ekki knúin til að horfumst í augu við það að í þessum fjölda sýningarsala (sem eru aðallega í Reykjavík) að þá rísa fæstar sýningar upp úr meðalmennsku?

Þessi umræða snýst nefnilega ekki bara um stjörnugjöf.  Hún snýst um hlutverk gagnrýnenda, um stöðu myndlistar á Íslandi, um ábyrgðarleysi fjölmiðla til að sinna myndlistarumfjöllun, um ábyrgðarleysi stofnana sem ættu að halda utan um skrásetningu myndlistar og spurninguna hvaða stofnanir ættu að sinna því, ekki Morgunblaðið? - og ég gæti haldið áfram og áfram...

... held kannski áfram með þetta í Morgunblaðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ég var búinn að benda á ritstjórnarlega sjónarmiðið varðandi stjörnugjöf á öðrum stað. Ég held að það sé í og með praktískt atriði að gefa stjörnur, til þess að ná athygli lesenda.

Á árunum 1988 til 1994 safnaði ég klassískri tónlist og keypti mikið af geisladiskum. Ég fletti margoft uppí Classical CD Guide sem birti umsagnir um útgáfurnar, og stjörnugjöf. Ég sá með tímanum að það var rökrétt fylgni með umsögnunum og stjörnugjöfunum, sem var mjög gagnlegt. 

Kristbergur O Pétursson, 18.4.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Það er bara gott að fá andstæð sjónarmið um þetta mál eins og annað.

Hugmynd: Hvernig væri að hafa t.d. fastan eindálk í lesbókinni sem umræðuvettvang fyrir myndlistarmenn? Bjóða ritfærum listamönnum að leggja reglulega til efni, og þegar umræðan verður fjörug og svargreinar berast, að bjóða uppá tilvísun inn á MBLbloggið þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af plássi?

Kristbergur O Pétursson, 18.4.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband