Næsti prófessor við LHÍ verður...?

Vænta má að Hjálmar Ragnarsson, rektor við LHÍ, tilkynni á næstu dögum hver taki áður auglýsta prófessorstöðu við myndlistardeild skólans. 

14 sóttu um stöðuna og 6 þeirra voru teknir til frekari skoðunar og í viðtöl.  þetta hefur verið furðulangt ferli að finna þennan eina, máski vegna þess að úrvalið er gott.

Ég fékk leyfi hjá sexmenningunum að nafngreina þá hér á blogginu, en annars er eitthvað voða leynimakk yfir þessu að hálfu skólans.  Sjálfur sé ég ekkert að því að umsóknir liggi á borðinu frekar en aðrir sexmenninganna, svona umræðunnar vegna. 

Næsti prófessor við myndlistardeild skólans verður einn af eftirfarandi (eftir stafrófsröð):

Birgir Snæbjörn Birgisson 

Bjarni Sigurbjörnsson 

Einar Garibaldi Eiríksson

Hulda Stefánsdóttir

Ransu 

Steingrímur Eyfjörð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nohh! ég er mjög spennt að vita hver næsti prófessor er því hann mun jú verða minn prófessor. Ég vænti þess að geta lesið fréttirnar hér hjá þér þá.

Ragga (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband