Sagan og samhengið

munchFór á sýninguna Ást við fyrstu sýn í Listasafni Íslands.   Þetta eru verk úr eigu Þýska iðjuhöldsins Reinolds Wurth sem jafnframt rekur Museum Wurth og Kunsthalle Wurth (sjá HÉR).

Á sýningunni má sjá verk eftir Marga meistara módernismans. Magnað verk eftir Victor Vasarely, Edward Munch, Hans/Jean Arp, Max Beckman,  Andre Masson og æðisleg pínulítil mynd eftir Georges Rutault.  Svo eru þarna Alex Katz, Stephan Balkenhol, Anthony Gormley, Barry Flanigan, David Hockney, eitt samstarfverkefnum Basquiat, Clemente og Warhols o.m.fl.

Semsagt fullt af góðu stöffi.

Þetta er í raun akkúrat það sem við förum á mis við hér heima, sögu og samhengi. katzVið höfum einfaldlega ekki aðgang að þessu nema í bókum og á neti.  En það er svo fáránlega fjarlægt því að standa frammi fyrir raunverulegum listaverkum, finna nærveru þeirra en ekki sjá bara fjarlæga fjöldaframleidda ímynd.

Því er gott fyrir landann að fá svona sýningar og þá þarf auðvitað að gera sér ferð á listasafnið.

Myndir. (Efri) Vampíra eftir Edward Munch, 85x110 cm. frá árinu 1917.

(Neðri) Tríó eftir Alex Katz, 112x489 cm. frá árinu 2006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Georges Rutault....á það ekki að vera Georges Rouault?

Það er fínt að fá svona sýningar hingað, sem birta okkur brot úr listasögunni. Ég er ekki búinn að sjá þetta. Af nafnalistanum virðist vera um að ræða all breitt sögulegt samhengi, frá Munch til Warhols. Þeir hanga þarna saman og kannski má kalla það "samhengi" sögulegt.

Ég veit ekki hvort það er stefna LÍ að bjóða uppá sögusýningar með langdregnum tengslamyndunum milli kynslóða samanber sýninguna um Nýja málverkið 2006, þar sem sögulegt samhengi synti útum möskvana á tengslanetinu. 

Kristbergur O Pétursson, 17.10.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Ransu

Jú, Rouault á það að vera. Þið verðið að fyrirgefa að ég nenni stundum ekki að lesa mig yfir á blogginu. Skrifa, vista og fer.

Þetta er annarskonar sögusamhengi en Nýja málverks sýningin.  Þetta er einfaldlega sú list sem við sjáum ekki á íslandi því söfn eiga ekki þessa alþjóðlegu senu.  það er eitt að sjá Munch eða Rouault í bók og live. Það vantar nærveru listamannsins og reyndar listaverksins sem slíks.

Við höfum semsagt ekki áþreifanlega snertingu við listasöguna.  Þessvegna eru svona sýningar ánægjulegar að sjá hérlendis.

Nýja málverkssýningin var í sjálfu sér ágæt en tenging frá þái í núið var afar langsótt og kjánaleg. 

Ransu, 17.10.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband