Kapoor er æði

kapoor GuggenheimÞetta verk heitir Minningog er eftir bresk-indverska listamanninn Anish Kapoor .

Þetta er splunkunýtt stykki,  stór belgur úr stáli, og er til sýnis í Guggenheim í Berlín fram til febrúar, en mun síðan halda til höfuðsafnsins í Nýju Jórvík.

Kapoor hefur aldrei unnið í þetta efni áður.

Formið minnir dálítið á eldri verk listamannsins, allavega frá þessu sjónarhorni (Þ.e. þegar hann hellti þurru litardufti á form, nema að hér notar hann litbrigði riðsins).

Ég væri rosalega til í að vera í Berlín núna og skoða.  Kapoor er æði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sammála, flott verk

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.12.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Þetta er ótrúlega skemmtilegt verk og hugvekjandi.  Viss eilífð í því, í þeim skilningi að maður kemst aldrei til botns í því og það rennur hálfpartinn á mann æði að stinga sér til sunds í það og svamla í því skríkjandi af einskærri gleði

Máni Ragnar Svansson, 12.12.2008 kl. 19:44

3 identicon

Sæll Ransú. Sammála þér um Kapoor. Man hvað mér fannst gaman að sjá hann í Túrbínusalnum í Tate um árið. Snéri mjög skemmtilega á hrikalega stærð salarins. Var alveg til í að sjá hann betur og er alltaf að bíða eftir að rekast á gott yfirlitsrit um hann. Annars, takk kærlega fyrir skemmtilegt blogg. Kíki reglulega á þig - haltu áfram!

kv Guðni Tómasson

Guðni Tómasson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband