Tilkynning um Tómt

tomt _ransuFRÉTTATILKYNNING (eins og hún birtist frá Gallerí Turpentine)
 
Á föstudaginn klukkan 17.00 opnar JBK Ransu málverkasýningu í nýju húsnæði Gallerís Turpentine að Skólavörðustíg 14, Reykjavík.
 
Sýningin heitir „Tómt"og samkvæmt Ransu þá var fræinu fyrir þessum verkum sáð á málverkasýningu Kristjáns Davíðssonar í Listasafni Íslands árið 2007, en listamaðurinn heillaðist sérstaklega að þeim verkum Kristjáns sem voru byggð upp við jaðar myndflatarins þannig að eyða formaðist á fletinum miðjum.
 
Hugmyndin um verk þar sem hin eiginlega mynd verður tómið sjálft gerjaðist hjá listamanninum næsta árið. En þess má líka geta að austurlensk speki hefur verið honum hugleikin síðastliðin áratug þar sem tóm spilar mikilvæga rullu.
 
Sumarið 2008 fengu þessar vangaveltur Ransu loks á sig formræna mynd og jafnvel tilverurétt þegar hann var staddur í Króatíu í leiðsögn hjá safnstjóra um nútímalistasafnið í Dubrovnik.  Þar mátti sjá króatískan expressjónista, abstrakt expressjónista, mínimalista, op listamann, ný-expressjónista og þar fram eftir götunum. Eftir að hafa gengið safnið þvert og endilangt upplifði Ransu eins og að öll listaverkin þar inni væru tóm og að eðli nútímalistasafna þjóða væri að samsama sig gefnum staðli með sínum listamönnum sem passa inn í hnattvædda listasögu.
 
Þetta verður í fjórða sinn síðan í sumar að Ransu sýnir verk undir yfirheitinu „Tómt". Það fyrsta var veggmynd í Galerija Otok í Dubrovnik, í annað skiptið voru það veggmynd og pappírsverk í Jónas Viðar gallerí á Akureyri og þriðja skiptið sýndi hann pappírsverk á sýningunni Journey to the Center í Broadway gallery í New York.
Þetta er hins vegar í fyrsta sinn að listamaðurinn útfærir hugmyndina í málverk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

ég mæti!

Hlynur Hallsson, 6.2.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband