Ekvivalencija

Dubrovnik4Lenti á KEF í gærkvöldi eftir að hafa verið að setja upp sýningu í Dubrovnik ásamt góðu fólki sem opnaði á miðvikudaginn var.

Dubrovnik er glæsileg borg, syðst við strönd Króatíu. Hluti af henni, gamli bærinn, er innan borgarmúra sem voru reistir á endurreisnartímum.

Sýningin ber heitið "Ekvivalencija" (Ígildi) og er í Galerija Otok og Karentena sýningarsal Art Radionica Lazareti. 

 Húsið var á öldum áður notað sem sóttkví þegar plágur geisuðu á skipum sem komu til borgarinnar. Salurinn og galleríið er við höfnina við borgarmúrana.

Listamennirnir sem sýna eru Guðrún Vera Hjartardóttir, Helgi Hjaltalín, Hlynur Hallsson, JBK Ransu og Þorvaldur Þorsteinsson.

Læt frekari upplýsingar um sýninguna þegar ég hef "downlódað" myndum af henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband