Riichard Prince sóttur til saka vegna laga um myndhöfundarétt

princeJæja, þá er búið að lögsækja Richard Prince fyrir að nota ímyndir annarra í leyfisleysi.

Richard Prince er kunnur fyrir svokallaða yfirtökulist (approprialtion art) ásamt Jeff Koons, Sherry Levine ofl. sem hafa unnið með tilbúnar ímyndir.

Sá sem lögsækir Prince heitir Patrick Cariou og er ljósmyndari. Hann beinir lögsókninni einnig að Gagosian gallery þar sem Prince sýndi nýlega verk þar sem ljósmyndir Carious spiluðu mikla rullu.

prince cowboyPrince hefur aðallega notað þekktar auglýsingar sem einhverskonar íkonamyndir s.s. Marlboro manninn.  Cariou telur hins vegar að myndir hans séu bundnar höfundarrétti en ekki eitthvað sem má að klippa nafnlaust út úr tímaritum.

Sjá grein HÉR um málið og lögsóknina í heild sinni ef einhver hefur áhuga á því. En svona mál eru óneitanlega athyglisverð fyrir listina og snertir sköpunarfrelsið eins og myndhöfundarétt.

Hvað mundi t.d. gerast ef DC comics eða Marvel mundi kæra Erró fyrir að nota ímyndir úr hasarblöðum þeirra?

Efri myndin heitir Back to the garden og er ein myndanna sem um ræðir. Rastafararnir eru úr ljósmyndabók Carious  og máski landslagið að baki líka. Myndirnar eru uppstækkaðar, málaðar, skornar til og settar í annað samhengi en var upprunalega hjá Cariou. 

Neðri myndin heitir Cowboy og er ímynd sem listamaðurinn hefur oft notað í verkum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta fyrirbæri ekki algengt í íslenskri "myndlist" líka?

Mér dettur t.d fyrst í hug Birgir Andrésson, sem notaðiAlþingishátiðarfrímerkjaseríuna frá 1930 ótæpilega (m.a. til þess að skreyta barinn á ferjunni Norrænu) án þess að spyrja kóng eða prest, og meira að segja þiggja klapp á kollinn og mikið hrós fyrir. 

Gaman væri að fá upptalningulistfræðings á öðrum álika dæmum

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Ransu

Björn. Það er algengt að listamenn noti þekktar ímyndir sem hafa eitthvert þjóðfélagslegt gildi eins og frímerkin og láti í nýtt samhengi.

Sjálfur málaði ég vörumerki Nike & Adidas í nær 2 ár, setti þau í misjafnt fagurfræðilegt samhengi.  Fékk samt lögfræðiálit (svona til vonar og vara) og var sagt að svo lengi sem ég notaði slík vörumerki í listrænum tilgangi en ekki fjöldaframleiðslu að þá væri ég væntanlega innan löglegra marka.  Hins vegar hafi aldrei reynt á þetta.

Mál Prince snýst hins vegar um það að listamaður noti listaverk eftir annan listamann í gerð eigin listaverks.

Mig rámar að Vignir Jóhannsson hafi þurft að farga einhverjum verkum þegar hann endurmálaði verk frumherjana, s.s. Lómana, og sýndi í ASÍ. Hann bætti við einhverjum abstrakt formum, máski ekki ósvipað og Prince hefur gert. En ættingjar einhvers frumherja, sennilega Jóns, ákærðu Vigni.  Ég man þetta mál reyndar ekki alveg, bjó erlendis þegar hasarinn var.

Ransu, 12.1.2009 kl. 19:15

3 Smámynd: Halldór Baldursson

Ég sá kúrekamyndirnar (hans) í Astrup Fearnley safninu fyrir nokkrum árum og dáðist mjög af þessum frábæru ljósmyndum sem Richard virtist ekki hafa átt mikið við, ef nokkuð. Ég held svei mér að gæði myndanna hafi meira verið ljósmyndaranum að þakka þó framsetningin hafi verið áhrifamikil.

Þetta er spurning um hvort listamönnum sé yfirleitt hollt að lifa í þeirri meiningu að listheimurinn sé svo úr tengslum eða samhengi við restina af heiminum að listamenn geti eignað sér verk annara við það eitt að stilla þeim upp í helgidómum safnanna.

Tek samt fram að ég er yfirleitt mjög hrifinn af list Richard Prince. En hvar liggja mörkin

Halldór Baldursson, 12.1.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband