Færsluflokkur: Bækur
4.6.2008 | 19:30
Anselm Kiefer fær "bókmenntaverðlaun"
Tilkynnt var í dag að Anselm gamli Kiefer hljóti viðurkenningu Þýskra bóksala, Friedenspreis des Deutschen Buchhandels (Friðarverðlaun þýskra bóksala), í ár.
Sjá HÉR
Kiefer brýtur þar með merka hefð. Þ.e. að rithöfundar hljóti bókmenntaverðlaun. En Kiefer er myndlistarmaður sem hefur gert skúlptúra sem eru einnig bækur.
Verðlaunin eru kannski ekki hefðbundin bókmenntaverðlaun heldur.
Samt er þetta enn eitt dæmið um það þegar listmiðlar skerast með einhverjum hætti og við gætum þá allt eins séð Steingrím Eyfjörð eða Rúri (hún gerði jú skjalaskáp) hljóta viðurkenningu íslenskra bókaútgefenda í náinni framtíð.
Mynd: Bók með vængieftir Anselm Kiefer frá árinu 1994. Í eigu Modern Museum of Fort worth.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)