Færsluflokkur: Dægurmál

Goðsögn

hilton edwardsParis Hilton skaust ekki upp á stjörnuhiminninn vegna þátttöku í raunveruleikaþáttunum The Simple life eins og segir í þessari frétt á mbl.is, heldur þegar myndband með henni og hennar fyrrverandi stunda kynmök lak inn á netið. 

Áður vissi varla nokkur maður af Paris Hilton fyrir utan þotuliðið í NY eða LA. En það var í kjölfar þessa að áhugi almennings um heim allan vaknaði og tækifærin urðu hennar.

Oft er talað um að Paris Hilton sé fræg fyrir ekkert eða bara fræg fyrir að vera fræg. 

Yeho parisEn hún hefur notað tækifærin sem hún fær og leikið í kvikmyndum og gefið út hljómdisk fyrir utan raunveruleikaþættina. En jafnan hlotið afleita dóma fyrir.

Fólk elskar að fyrirlíta hana og hneykslast á hæfileikaleysinu.

Fjölmiðlar næra þessar kenndir á stöðugum fréttum af dísinni, sem oftast eru ekki um neitt sérstakt, eins og þessi frétt sem ég hengi mig við í mbl. is. 

Í kjölfarið er Paris Hilton táknmynd þess hve langt popúlismi getur gengið og máski goðsögn innihaldsleysis (þá ekki manneskjan sjálf heldur þorsti í "engar" fréttir af manneskjunni)

Hilton hefur mér að vitandi ekki haldið myndlistarsýningu, en það hlýtur að koma að því.  Hins vegar hafa myndlistarmenn gert henni skil og nýtt sér táknmyndina. 

Hilton var ein af fyrirmyndum Jonathans Yeho í  myndröðinni The Outsiders. En Yeho gerði klippimynd (Collage) af Paris úr klámblöðum(sjá mynd fyrir miðju).

banksy parisDaniel Edwards, sem gerði garðinn frægan fyrir skúlptúr af Britney Spears vera að fæða barn, hefur einnig gert skúlptúr af Hilton í raunstærð sem heitir Autopsy (sjá mynd efst). 

þá kom huldulistamaðurinn Banksy 500 geisladiskum í umferð þegar hann laumaði eigin remixi af frumraun Hiltons á tónlistarsviðinu í 48 HMV og Virgin plötuverslanir í Bretlandi árið 2006. Remixin hétu nöfnum eins og "Why am I famous?" og "What have I done?" (sjá neðstu mynd), auk þess sem listamaðurinn endurbætti myndir af Hilton innan í umslaginu.

Þessi gjörningur Banksys er skrásettur á Youtube og má skoða HÉR.


mbl.is „Get allt sem mér er fengið í hendur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband