Færsluflokkur: Fjölmiðlar
7.3.2009 | 18:04
Bravó Bragi og DV!
Assssskoti er ég sáttur við Menningarverðlaun DV þetta árið. Reyndar hef ég yfirleitt verið nokkuð sáttur með útkomu þessara verðlauna. Valið á Braga er þó ólíkt því sem hefur viðgengist, enda ný nefnd að störfum.
Talandi um það að þá er pínu skrítið að Jón Proppé sitji hvorutveggja í nefnd Sjónlistarverðlauna og Menningarverðlauna DV.
Ég hef ekkert á móti Jóni, en óþarfi að vera með sama fólkið, nema að Jón sé hættur í Sjónlistarverðlaunanefndinni.
Sjónlistaverðlaunin eru jú einskonar Eddu-Grímuverðlaun fyrir myndlist og hönnun en DV verðlaunin hafa fest sig í sessi gegn um árin og voru einu alvöru verðlaunin um tíma (ætla samt ekki að gera all of lítið úr Ullarvettlingnum).
Þótt ekki séu álíka peningar í húfi í DV verðlaununum og hjá Sjónlistarverðlaununum að þá geta DV- menn verið stoltir yfir því að halda þessum verðlaunum úti. En ég las ritstjórnargrein DV og get vel skilið að á þessum tímum hafi aurinn verið vandlega skammtaður.
Hvað um það að þá hlaut Bragi Ásgeirsson menningarverðlaun DV fyrir Augnasinfóníuna á Kjarvalsstöðum.
Flott sýning og líka vel stýrð af Þóroddi Bjarnasyni. En þáttur sýningarstjóra kann oft að gleymast.
Fjölmiðlar | Breytt 8.3.2009 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)