Fjárframlög óskast

oli_libiaEins og ég sagði HÉR þá verður tvíeykið Ólafur og Libia næstu fulltrúar okkar á Feneyjar biennalnum. 

Valið kemur ekki á óvart því það er pólitískt rétt miðað við ástandið og kynjahlutfall (Það hefði verið óafsakanlegt að senda karl í sólóferð enn einu sinni). 

Ykkur sem langaði að veðja við mig og hefðuð þá tapað getið í staðinn lagt pening inn á reikning www.cia.is og hjálpað til við að fjármagna þátttöku íslendinga á biennalinn. Sennilega er ekki til ein króna í kynningarmiðstöðinni.

Annars er ég sáttur við valið.  Fínt að fá samfélagslega, pólitíska og prakkaralega "relational" list til Feneyja.


mbl.is Ólafur og Libia fulltrúar Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha, Ransu spámaður

Helgi (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 22:11

2 identicon

Fyndið hvað myndlistar vettvangurinn er fyrirsjáanlegur, þar kemur ekki mikið á óvart hvorki frá bjúrókrötum myndlistar né frá undirverktökum þeirra myndlistarmönnunum, allt voðalega RÉTT. Ég sem hélt að samtíma myndlist væri svo framsækin! hehehehe..þvílíkur brandari.

Judas (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband