23.5.2007 | 12:21
Að standast allt nema freistingar
Jæja, það fór þá þannig að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mynduðu saman ríkisstjórn og hafa nú útdeilt ráðherrastólum. Ekkert kemur svosem stórlega á óvart. Ég hefði reyndar viljað sjá Björgvin í Menntamálaráðuneytinu, án þess þó að úthýsa einu konunni í ráðherraembætti Sjálfstæðisflokksins. En máski stendur Björgvin sig vel í viðskiptamálum og Þorgerður bæti bara um betur í sínu starfi.
Ég vona líka að Þórunn Sveinbjarnardóttir standi sig í umhverfismálunum, hæun er allavega umhverfissinni. Mikið hefði verið traustvekjandi að sjá Mörð Árnason í þeim stól eða öðrum. Hvernig í ósköpunum stóð á því að hann var ekki ofar á lista Samfylkingar? Fáránlegt að hann skuli hafa dottið út af þingi.
Frábært að sjá Jóhönnu aftur í forsvari Félagsmálaráðuneytisins og svo hef ég fulla trú á að Árni M. Mathisen sé kominn í sinn rétta stól.
Einhver skynsemisskekkja hlýtur að orsakað skipan Guðlaugs Þórs sem heilbrigðisráðherra. Einhvernvegin finnst mér að annar stóll hefði hentað honum betur. Hann hefur reyndar reynslu af heilbrigðiskerfinu eftir að hann brenndist á baki um jólin og þurfti sökum þessa að kaupa auka hjálp inn á heimilið sitt, eins og hann orðaði það í einhverju viðtali. Ætli hann hafi hugsað út í það hve mikill meirihluti þeirra sem kynnu að lenda í samskonar óhappi hafi ekki efni á að borga fyrir auka hjálp inn á heimilið? Ég ætla samt að óska honum vel og vona að hann standa sig í þessu nýja hlutverki sínu. Vinni fyrir fólkið, bæti heilbrigðiskerfið og stuðli að því að allir hafi sömu réttindi í heilbrigðismálum. Nái þar með góðu samstarfi við Jóhönnu.
Ég las að sjórnarflokkarnir hafi lofað skattalækkun á árinu. Ætlaði Samfylkingin ekki að hækka skattleysismörkin upp í 140.000 kr. frekar en að lækka skatta ef hún kæmist í stjórn? Máski er þetta vísir að því sem koma skal og þá fyrsta fall Samfylkingarinnar í freistingar auðvaldsins, því Það hentar vissulega þeim sem eru á ráðherralaunum betur að lækka skatta frekar en að hækka skattleysismörk. Slík aðgerð yrði þeim lægst launuðu í haginn.
En eins og Oscar Wilde heitinn sagði; "Ég stenst allt nema freistingar".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.