Tíðarandinn

Horfði loks á myndina The Secret (sem er búin að vera í umferð á netinu um tíma og nú komin út bók).  Fjallað er um aðdráttarlögmálið (Law of attraction) sem hjálpar okkur að verða rík og græða peninga. Maður verður að horfa á myndina með það í huga að hún er gerð fyrir Bandaríkjamarkað og  snúa yfir í andlega þanka. Þ.e. að hjálpa okkur að verða rík á andlegu sviði.

Myndin er í ætt við "What the bleep do we know" myndina (og nú samtök) sem var sýnd hér á kvikmyndahátíð í hittifyrra, minnir mig. Frábær mynd sem fjallar um skammtakenninguna (Quantum physics) og er í raun mikið betri heimildarmynd en "The Secret".

Nú er komin enn ein myndin í fjölskyldunni sem er dreifð ókeypis á netinu (þá hlýtur að koma út bók seinna). Hún heitir "Zeitgeist" (Tíðarandinn) og er m.a. fjallað um hryðjuverk, trúarbrögð, stjarnfræði og "tilviljanir". Vil samt ekki segja of mikið að svo stöddu.  Mynd sem vekur upp viðbrögð. 

zeitgeistmovie

Hægt er að sjá myndina á slóðinni; http://zeitgeistmovie.com/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Sæll - horfði á fyrstu 15 mín. af Secretmyndinni fyrir nokkrum vikum. Gafst þá hreinlega upp. Örvænting fólks er slík að maður gapir. Horfði einnig á Zeitgeist og að áhorfi loknu var hugurinn gjörsamlega tómur og ég fann fyrir óendanlegri smæð mannsins og ófullkomnun en um leið fegurð augnabliksins... rölti svo fram í eldhús og fékk mér mjólkurglas og Camemberost...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 17.11.2007 kl. 13:29

2 Smámynd: Ransu

Athyglisvert er að snúa þessari  örvæntingu fólks í "Leyndarmálinu" og þorsta manna í efnislegt ríkidæmi, yfir í  örvæntingu og þorsta í andlegt ríkidæmi. Aðdráttarlögmálið ætti að duga þar líka og spurning hvort að sú sé ekki hin raunverulega vöntun manna.

Annars trúi þessum viðbrögðum vel. Ég fékk algeran aumingjahroll yfir "Leyndarmálinu".  Zeitgeist gerir hinsvegar ekkert úr öllu (eða allt úr engu) svo maður er dálítið vankaður eftir á. En mjólk og Camenbert?

Ransu, 17.11.2007 kl. 16:54

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Horfði í sumar á Secret og snéri því sjálfkrafa á andlegu hliðina, það virkar fyrir mig, er reyndar sammála þér með það að hin raunverulega vöntun manna er andleg næring, sést best á því hvernig Íslenska þjóðin er að verða í æ ríkara mæli..... botnlaus eyðsla og enginn glaðari, fólk reynir að bæta upp í hið andlega tóm með efnislegum hlutum...... virkar ekki. Ætla svo í kvöld að kíkja á þessa mynd Zeitgeist verður spennandi að sjá.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.11.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband