21.1.2008 | 23:01
Gordon fær Haftmann
Skoska videólistamanninum Douglas Gordon var úthlutað Roswitha Haftmann verðlaunin í Sviss í dag.
Þetta eru um 9 milljónir sem hann fær í sinn vasa en Gordon hefur áður hlotið merk verðlaun. En hann hlaut Turner verðlaunin, Bresku, árið 1996.
Gordon, sem er fæddur í Glasgow árið 1966, er kunnur fyrir videóinnsetningar þar sem hann nýtir gamlar kvikmyndir og hefur hann sérstakt dálæti á Hitchcock myndum. Eitt af hans þekktari verkum heitir "24 hours-Psycho" og sýnir kvikmynd Hitchcocks, Psycho, í hægagangi frá upphafsatriði til enda í 24 klst. Málið snýst þá fyrst og fremst um tíma og rými.
Ég sá akkúrat sturtuatriðið fræga ofurhægt í tæpa klst. þegar ég sá verkið á sýningu hans, Timeline, í MoMA í New York í hittifyrra.
Ekki má svo gleyma kvikmynd hans um Zidane, sem var sýnd hér á kvikmyndahátíð í fyrra og Sigurjón Sighvatsson framleiddi.
http://www.dexigner.com/art/news-g13271.html
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.