23.1.2008 | 23:46
Gullöldin
Sá loksins myndina L´Age D´Or (Gullöldin) í gær. Hef leitað að henni lengi og rakst á hana á bókasafni LHÍ. Hún var gerð árið 1930 af Luis Bunuel sem einnig skrifaði handritið ásamt Salvador Dali.
Myndin fjallar, í stórum dráttum, um mann og konu sem eru að reyna að eiga saman unaðstund en eru trufluð í sífellu. þau líða kvalir fyrir það eitt geta ekki syndgað í friði. Maðurinn fer að sjá ofsjónir, sér eitthvað kynferðislegt út úr furðulegustu hlutum, og konan tottar tá á marmarastyttu af mikilli áfergju. Hey, þetta var 1930.
Eins og venjulega að þá gerir Bunuel stólpagrín að kirkjunni, dyggðunum og borgarastéttinni. Þegar myndin var frumsýnd í París á sínum tíma varð allt vitlaust. Hægri öfgasinnar gengu berserksgang um bíósalinn, brutu sæti og hentu bleki á bíótjaldið. Myndin var svo umsvifalaust bönnuð af kvikmyndaeftirlitinu og Bunuel sakaður um klámfengni og að guðlast.
Einhvernvegin virkar kvikmyndaiðnaður samtímans hálf geldur í samanburði við þetta.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það væri gaman að sjá myndina, sá stuttmynd í vetur úti í Finnlandi, í Emma safninu í Espo, sú mynd var eftir Salvador dali og einhvern annan sem ég get ómögulega munað hvað heitir. Myndin var gerð 1920 og var góð, sérstaklega ef maður miðar við tímann sem hún var gerð, það voru tæknibrellur og alles í myndinni og hún var auðvitað svolítið súr eins og hans er von og vísa.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.1.2008 kl. 16:15
Það hlýtur að hafa verið Andalúsíuhundurinn (Un Chien Andalou) frá 1928 sem hann gerði líka með Luis Bunuel. Stórbrotin og byltingarkennd stuttmynd. veit ekki til þess að Dali hafi gert aðra kvikmynd. Nema að Alfred Hitchcock fékk hann til að hanna sviðsmynd og leikstýra einu draumaatriði í kvikmyndinni "Spellbound" (1925) -Hitchcock átti það til að fá gesti til að leikstýra stutt atriði. Dali hélt sig við málverkið. Bunuel var kvikmyndagerðarmaðurinn í súrrealistahópnum.
Ransu, 24.1.2008 kl. 23:29
Jú það er rétt hjá þér, man það þegar þú segir það. Hún hafði mjög sterk áhrif á mig, bæði myndin sjálf og svo var ég svo snortin af því að horfa á svona gamalt verk, varð einhvern veginn auðmjúk frammi fyrir því, var þar að auki klukkutímana á undan búin að vera sýningu sem var nokkurs konar yfirlits sýning á verkum Dali og var snortin af því líka.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.1.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.