25.1.2008 | 19:30
Fyrstu stjörnurnar
Í Morgunblaðinu í dag er nýr kapítuli í myndlistargagnrýni en þá birtist fyrsti myndlistardómurinn með stjörnugjöf. Það var sýning Ívars Valgarðssonar í i8 sem hlaut þrjárog hálfa stjörnu.
Það hefur verið ágreiningsefni hvort myndlistargagnrýnendur ættu að gefa stjörnur og leysti ritstjórnin málið með því að gefa myndlistargagnrýnendum frjálst val hvort þeir gefi stjörnur eða ekki. Ég reið á vaðið og hóf stjörnugjöf, en það er álit mitt að þetta sé rétt skref í gagnrýni Morgunblaðsins. Og fagna því að ritstjórnin hafi gefið grænt ljós á stjörnurnar.
Eftir að lesmál í gagnrýni var stytt tel ég það fara betur að gefa stjörnur, en umfram allt að þá tel ég stjörnugjöf gefa skýra afstöðu um það að gagnrýni í Morgunblaðinu er dægurgagnrýni, ekki heimildarsöfnun eða skjalfesting á því að sýning hafi verið, eins og ég hef áður bent á í blogginu. Slíkt er ekki hlutverk eða á ábyrgð dægurfjölmiðils (dagblaðs).
Stefni á að fjalla nánar um stjörnuhlutverkið í Af listum pistli síðar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hérna áður fékk maður alltaf eina stjörnu fyrir vel unnið verk - gætuð þið á Mogganum haft það líka þannig, þ.e. eina fimm arma stjörnu sem hæstu einkunn og færri armar: slakari árangur. Sparar pláss! - Að öllu gríni slepptu - gætir þú ekki verið með link á þína myndlistargagnrýni sem og annara rýna?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 25.1.2008 kl. 20:41
Þú segir nokkuð. Hvað með broskarla
Gott Afleitt Out of this world
Gagnrýni er bara vistuð í gagnasafninu og ótengd blogginu. Þ.e. að maður þarf lykilorð til að lesa þær. En ég skal kanna hvernig það gengur fyrir sig ef maður vill linka þangað gegnum blogg.
Ransu, 25.1.2008 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.