1.2.2008 | 17:38
The JBK Ransu show list
Á sýningu í New York, sem ég tók þátt í, brutust út mikil fagnaðarlæti hjá aðstandendum hennar á opnunardeginum þegar í ljós kom að viðburðurinn var nefndur á The Douglas Kelley show list.
Ekki gat ég tekið heiðurinn á athyglinni, það voru aðrir nafntogaðir listamenn sem gerði það að verkum að Douglas Kelley taldi upp viðburðinn á meðal einhverra 30 annarra.
Ég hafði þá aldrei heyrt menningarvitann Douglas Kelley nefndan á nafn og vakti það furðu mína að setning á bloggsíðu hans mundi gleðja þarna fleiri manns og sennilega hafa aðstandendur annarra 400 myndlistarviðburða í borginni mátt sitja með sárt ennið að hafa ekki verið nefndir á bloggi Kelleys
En ég var þá ekki byrjaður að blogga sjálfur. Og nú er tími til kominn að birta "The JBK Ransu show list" þar sem ég (menningarvitinn) greini frá merkilegustu myndlistarviðburði sem hefjast um helgina í Reykjavík
Ég fór yfir það sem er í boði og fann alls 4 opnanir. Ein þeirra er í húsgagnaverslun í vesturbæ, önnur í lögmannsskrifstofum í miðbænum, þriðja er í ljósmyndagalleríi við Skólavörðustíg og fjórða í Menningarmiðstöðinni (félagsmiðstöðinni) Gerðuberg.
Sennilega er Reykjavík ekki tilbúið fyrir "The JBK Ransu show list", en mig langar samt til að mæla með opnun Berglyndar Jónu Hlynsdóttur, Hið Breiða holt, í Gerðubergi sem athyglisverðan viðburð og um leið þann eina sem situr á fyrsta (og sennilega síðasta) sýningarlista JBK Ransu.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:42 | Facebook
Athugasemdir
Fimmta opnunin er svo í Gallerí Tukt þar sem Sigrún Guðmundsdóttir fyrsta árs myndlistarnemi í LHÍ sýnir málverk.
En annars líst mér þrælvel á "The JBK Ransu show list"
Ragga (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.