7.2.2008 | 08:59
Þögn í Hafnarhúsinu
Í dag klukkan 17 opnar sýningin Þögn í Hafnarhúsi - Listasafni Reykjavíkur
Fyrir sýninguna gáfu fjórir annálaðir myndlistarmenn, þau Finnbogi Pétursson, Finnur Arnar Arnarson, Haraldur Jónsson og Harpa Árnadóttir, sig á vald þagnar og unnu listaverk þess efnis. Öll hafa þau ólíka nálgun til viðfangsefnisins, en markmiðið er sameiginlegt. Að skapa vettvang þar sem þögn ríkir.
Þetta eru staðbundin listaverk, fjalla um þögn í rýminu og í stofnuninni sjálfri, þar sem salurinn verður griðastaður fyrir þig og tækifæri til að upplifa þögn í listinni.
Ég er sýningarstjóri Þagnar og býð alla velkomna (en með það í huga að eftir því sem fleiri mæta í einu eru minni líkur á að upplifa þögn).
Hér er linkur á vefsíðu listasafnsins og á texta, Í auga hvirfilbylsins, sem ég skrifaði í tilefni af sýningunni.
http://www.listasafnreykjavikur.is/desktopdefault.aspx/tabid-2182/3368_read-1006/date-961/
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Verður heyrnarhlífum úthlutað við innganginn?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 7.2.2008 kl. 09:19
Ég er einmitt búin að vera að ýta á krakkana í skólanum að koma með mér í dag og sjá sýninguna, virkar ansi spennandi á mig.
Hinsvegar er maður á kafi í snjó í Hafnarfirðinum, bíllaus og allt, það kemur í ljós hvort ég komist í dag eða einhvern annan daginn að sjá sýninguna.
Ragga (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 09:20
Engum heyrnarhlífum var úthlutað, enda spurning hvort að hljóð þurfi endilega að koma í veg fyrir þögn þegar hið sjónræna er í aðalhlutverki. Að sjá þögn?
Endilega að fá nemendur LHÍ í þögn. Verð þó að játa að opnun eða vetrarhátíð er kannski ekki besti tíminn til þess.
Ransu, 8.2.2008 kl. 12:12
Þetta er flott sýning! Ætla svo sannarlega að skella mér aftur og sjá hana í dagsbirtu.
Ragga (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.