Fyrsta tilnefning til næstu Sjónlistaverðlauna

birgirDrattaðist á sýningarölt eftir tveggja vikna flensu (tvær í röð, held ég) og skoðaði m.a. sýningu Birgis S. Birgissonar, Auðmýkt,  í Gallery Turpentine.

Þetta eru viðkunnanlegar kitsch styttur málaðar ljóshærðar og síðan ljósmyndaðar frá öllum hliðum. Eitthvað undurfagurt gerist við þennan einfalda gjörning og maður er minntur á bilið á milli hlutar og myndar, listaverks og áhorfenda, listaverks og rýmis, áhorfanda og rýmis. 

Er á því að eftir þessa sýningu og Ljóshærðar fegurðardrottningar á Kjarvalsstöðum hafi Birgir áunnið sér tilnefningu til næstu Sjónlistaverðlauna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband