Vangaveltur vegna gjörnings

STojlÉg hef verið samvinnu við Króatískan sýningarstjóra, Radmilu-Ivu Jankovic að nafni, í því að koma á laggirnar sýningu á Króatískri samtímalist  í Gallery 100° (Orkuveitu Reykjavíkur) á næstu Listahátíð í Reykjavík.

Megin ástæðan fyrir því að ég lagði út í þessa vinnu er að ég sat fyrirlestur hjá Radmilu í New York þar sem hún kynnti ýmiss verkefni Króatískra listamanna, en hún starfar sem sýningarstjóri hjá Samtímalistasafninu í Zagreb og sérhæfir sig í list í almenningsrými.

Ég heillaðist að hráleika í list Króatanna en að sama skapi sá ég sögulega tengingu við Íslenska myndlist, sterkur "konseptúal" grunnur og afstrakt hefð.  Auk þess hafa þau búið við einangrun eins og við en sitja nú undir hnattvæðingu með opna arma, líkt og við.

Ég fékk sendar myndir frá Radmilu í fyrradag af gjörningi Slavens Tolj í New York, en Tolj er sennilega þekktasti samtímalistamaður Króata, video og gjörningalistamaður, og verður á meðal sýnenda á listahátíðinni í vor.

Gjörningurinn er í stuttu máli þannig að listamaðurinn situr við borð með eina vodka og eina Jack Daniels (Vín-andi Austur Evrópu og Bandaríkjanna) sem hann drekkur til skiptis. Eftir dágóða stund má sjá þjáningu og ógeð í andliti hans en hann heldur ótrauður áfram þar til hann endar í súrefnisgrímu á spítala.

Það er eitthvað svo heillandi hrátt, óvægið og "primitíft" í þessu að ég fór að hugsa gjörninginn í íslensku samhengi og slóg mig að "primitismi" er gersamlega dottinn út úr íslenskri myndlist. Í besta falli sjáum við Gabríelu Friðriksdóttur sinna þessu á Listasafni íslands en það er á einhverju teiknimyndastigi og mjög "hannað".  Íslenskir myndlistarmenn eru einfaldlega orðnir "siðprúðir", jafnvel "borgaralegir".

Sinisa Labrovic Licking heels, 2007Við eigum vissulega "primitíf" tilþrif í listasögunni okkar, allt frá Svavari Guðnasyni til Ólafs Lárussonar. En teiknimyndakúltúrinn, sjónvarps og popp -menning hefur tekið yfir. Auk þess erum við ofurseld kaldhæðni.  Það er í sjálfu sér ekkert rangt í þessu, þannig er þetta bara. En forvitnilegt að spá í "hvers vegna?"

Þess má svo geta að Slaven Tolj mun fremja gjörning í orkuveitunni þegar Króatarnir opna í maí næstkomandi.  Sem/og kollegi hans, Sinisa Labrovic, en hann er ekki síður hrár og óvæginn í sínum gjörningum.  Birti hér mynd af gjörningi hans "Að sleikja hæla", þar sem gestum á sýningu bauðst að setjast og láta listamanninn sleikja á þeim fæturna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þetta virkar spennandi á mig. Mun án efa ekki láta þessa sýningu framhjá mér fara!

Ragga (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það yrði gaman að sjá eitthvað á Listahátíð. Ég er einmitt í kúrs núna þar sem við erum að vinna hljóðverk og vídeóverk.... höfum kynnt okkur ógrynni af listamönnum en ég hef ekki heyrt um þennan.....já ég verð að taka undir það að þessi gjörningur er hrár...hef ekki séð neitt í líkingu við þetta hér heima..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.3.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Hvað er primitivismi? Ég fletti því upp á artlex dictionary:

primitive - Early or undeveloped; simple. Caution: what one person interprets as primitive is likely to be interpreted by some as sophisticated in other ways. Such things are relative. Some prefer the term "primal." Primitive should not be confused with naive, folk, or outsider art, although some artists have intentionally made art so that it will display qualities of primitive art.

Ég man eftir einum, Þórði frá Dagverðará. Það var, og er einhver frumkraftur í málverkunum hans. Hann var samt ekki laus við "hámenningarleg" tengsl því hann þekkti Dieter Roth, sem kenndi honum sitthvað í málunartækni. Landið, náttúruöflin og Þórður voru eitt. Ég kynntist honum í bernsku og fékk að fylgjast með þegar hann málaði. Bækur hans og Helgu systur hans eru fróðleg lesning.

Kristbergur O Pétursson, 6.3.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband