7.3.2008 | 12:24
Frelsi frá forminu
Hef verið í smá viðræðum á bloggi Yddarans varðandi Kvikmyndir eftir handriti Charlie Kaufman. Michel Gondry kom þá til tals og langaði mig þess vegna til að minnast lítillega á myndlist og kvikmyndir, en Gondry er líka installasjón-listamaður og sýnir einmitt um þessar mundir í Deitch projects í New York sýningu sem heitir Be kind rewind (sjá yfirlitsmynd af sýningu). Þetta er sami titill og kvikmynd hans sem er þessa dagana í bíói, en hann sýndi einmitt áður í Deitch projects árið 2006 installasjón sem hét Science of sleep.
Það er áhugavert að spá í hvaða kvikmyndagerðarmenn eru einnig í myndlist og hver munurinn er á kvikmyndaverkum þeirra og annarra. Má t.d. nefna David Lynch, Peter Greenway og Derek Jarman. Sá síðastnefndi er fyrir mitt leyti brautryðjandi í því að fleyta þessi mörk kvikmyndar og myndlistar, eins og algengt er í dag, og viss undanfari fyrir t.d. Matthew Barney. Kvikmyndin The Garden" er gott dæmi um það.
Þessir menn styðjast umfram allt við hið sjónræna og eru tormeltir, sérstaklega í samanburði við kvikmyndasamsteypumyndir frá Bandaríkjunum.
Í sinni síðustu mynd, Inland Empire, þótti mér David Lynch færa sig lengra inn á þetta svið tilraunakenndar og frelsis frá forminu.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta.....er áhugamanneskja um "góðar " myndir.......annars hitti ég konuna þína á föstudaginn, lék í vídeóverkinu hennar ásamt fjöldanum öllum af fólki, gaman að því.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.3.2008 kl. 13:00
Já, ég hlakka til að sjá verkið.
Ransu, 8.3.2008 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.