Tíðindi

silence-finnur0030Mér þykir það tíðindi að í Iceland review online er nokkuð ítarleg umfjöllun um sýninguna Þögn í Listasafni Reykjavíkur.

Ég vissi ekki að í þessu nettímariti væru slíkar umfjallanir og eru það gleðifregnir fyrir mitt leyti. Ekki bara vegna þess að ég er sýningarstjóri Þagnar, heldur vegna þess að fjölmiðlar eru að jafnaði tregir við að fjalla um myndlistarsýningar að öðru leyti en sem kynningarefni.

Victoria Cross heitir sú sem rýnir í sýninguna og deilir upplifun sinni á verkunum með lesendum. 

Samkvæmt Victoriu tekur það tíma fyrir sýninguna að sökkva inn og þarf helst nokkrar heimsóknir í safnið.  Ég er ekki frá því að það sé hárrétt hjá henni. Að þetta sé ekki skyndibitasýning, enda ekki sjálfgefið að detta í þögn með þeim hætti.

Hvet því alla til að fara á sýninguna og gefa sér tíma.

Myndin sem fylgir er af framlagi Finns Arnars Arnarsonar til Þagnar.

Hér er svo hlekkur á umfjöllunina í Iceland review online

http://www.icelandreview.com/icelandreview/reviews/?cat_id=16539&ew_0_a_id=302482


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er ekki rétt að fjölmiðlar séu tregir til að fjalla um myndlist, í kvöldfréttum (19.03.) var fjallað um sýningu á verkum sem koma alla leið frá plánetunni Vúlkan með sérstakri orku sem að myndlistarkonan er næm fyrir, metnaðarfull myndlistarumfjöllun sem hlýtur að auka skilning fólks á vægi myndlistar í samtímanum

rósa (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Gott framlag hjá Iceland Review - sá einnig þessa frétt í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins, Ríkissjónvarpi ALLRA landsmanna. Annað hvort var þarna á ferðinni einhvers konar Spaugstofugrín eða þá „vinskapssleikjuháttarfréttamennska“. Held það hafi verið seinna dæmið.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.3.2008 kl. 18:18

3 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Mér finnst framlag ríkssjónvarpsins til myndlistarumfjöllunar rýrt. Víðsjá útvarpsins sinnir myndlistinni betur, finnst mér. Sverrir Guðjónsson söngvari var um árið með spjallþætti í útvarpinu við myndlistarmenn, gott framtak hjá honum og góðir þættir, en hefðu auðvitað átt betur heima í sjónvarpinu. Gömlu Vökuþættirnir í sjónvarpinu voru góðir. Vaknaðu nú, Vaka mín.

Er einhversstaðar hægt að nálgast blaðaúrklippusafn um myndlist, á netinu eða annarsstaðar?

Kristbergur O Pétursson, 21.3.2008 kl. 09:54

4 Smámynd: Ransu

Sá ekki þennan fréttaþátt, en var sennilega viðtal við sömu listakonu í DV. Og ef þetta er sú sama að þá sækja þau hjá Vulkan stíft í verk Guðrúnar Einarsdóttur, aðallega svarta tímabil hennar fyrir aldamótin.

Rikissjónvarpið er hreint út sagt glatað þegar kemur að myndlist.

Ransu, 22.3.2008 kl. 16:47

5 identicon

Jú verk Laufeyjar eru einmitt sláandi lík svörtu verkum Guðrúnar Einarsdóttur.

Því miður stendur Ríkissjónvarpið alls ekki nógu vel í umfjöllun um myndlist. Þar skarar útvarpið Rás 1 framúr en hefur þann auðsjánanlega vankost að vera ekki myndmiðill. Reyndar þykir mér ósköp tilviljanakennt hvaða myndlistarviðburðir ratar í blöðin, allavega fríblöðin Fréttablaðið og 24 st. Þar á bæjum virðast menn hafa meiri áhuga á föllnum barnastjörnum í Hollywood.

Ásdís (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband