8.4.2008 | 09:40
Bannað að mála Barack Obama
Miami er ekki staður demokrata í Bandaríkjunum, en hann hefur verið vaxandi vettvangur myndlistar og býður upp á eina stærstu myndlistarkaupstefna sem sögur fara af, "Art Basel Miami ".
Pólitík og myndlist skárust í Miami nú á dögunum þegar listamaður að nafni Serge Toussaint sem var ráðinn til að mála veggmynd í tilefni af degi Martins Luthers King Jr. og málaði mynd af King og Barack Obama.
Honum var svo skipað af yfirvöldum (sem réðu hann líka til verks) að stroka Obama út af myndinni, sem hann gerði með því að hvíta hann allan, "whitewashing the presidental candidate", eins og greinarhöfundur í NY arts magazine kallaði aðgerðina.
Svar Toussaints við þessu var líka flott; ''What's the point of painting Martin Luther King Jr. if you can't paint his dream?''
Hlekkur á fréttina í Miami Herald: http://www.miamiherald.com/news/miami_dade/story/482290.html
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sterkur!
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 8.4.2008 kl. 12:05
Takk fyrir þessa áhugaverðu og skemmtilegu frétt Ransu. Ætti eiginlega erindi á mbl.is :)
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 8.4.2008 kl. 12:43
Magnað!
Ragga (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.