8.4.2008 | 14:57
Daniel Birnbaum sýningarstjóri á Feneyjartvíæringnum 2009.
Var rétt í þessu að fá þær fréttir að íslandsvinurinn Daniel Birnbaum hafi verið valinn sýningarstjóri yfir Arsenale á næsta Feneyjartvíæringi.
Ég mundi segja þetta ágætis fréttir. Birnbaum er eðal "kjúrator"og gagnrýnandi, Sænskur gutti, fæddur 1963. Hann er formaður IASPIS (International Artist´s Studio Program in Sweden) en starfar mikið á meginlandinu og í Bandaríkjunum.
Arsenale er annar helmingur tvíæringsins, og sá sem hefur verið í aukinni sókn á móti Giardini, þar sem löndin hafa sína fulltrúa. Síðast var það Robert Storr sem sá um Arsenale og hlaut misjafna dóma fyrir sína vinnu.
Máski fáum við einhverja Norræna sveiflu á næsta biennal. Allavega Ólaf Elíasson. Spurning hvort íslenskir listamenn verði duglegir að "teika" Daniel næst þegar hann heimsækir okkur.
Annars er óvitað um þema Birnbaums annað en að hann sagði; "I will steer clear of the hierarchies dictated by commercial interests and fashion.''
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þessar ljómandi fréttir Ransu. Þjóðverjar eru eiginlega búnir að eigna sér Daniel Birnbaum enda er hann búsettur þar og rektor Städelschule í Frankfurt. Hann var einn af aðstoðarsýningarstjórum á 50. Feneyjatvíæringnum. Hann er gott val. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 8.4.2008 kl. 21:47
flott að heyra.
teika
Blessi þig
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 17:09
Teika?
Steinar Sigurjónsson notaði orðatiltækið: 'Að skríða uppí skeggið á' e.h.
Siggi Gúmm var ekkert að skafa utan af því þegar ég eitt sinn ræddi við hann um teiktengd mál: "Þú þarft að sofa hjá svo mörgum hommum."
Maður horfir bara á bílalestina bruna hjá og spyr sig: Hvort er það fremsti limminn eða sá aftasti sem á að teika?
Kristbergur O Pétursson, 10.4.2008 kl. 08:42
Ætli að fremsti limminn sé ekki málið, þ.e. ef maður nær taki á honum, en þar er væntanlega fjöldinn allur af "teikurum" fyrir.
Ransu, 10.4.2008 kl. 09:24
Nú ætla ég að grínast dálítið á eigin kostnað. Það er í gátuformi. Hugsum okkur ótilgreindan fjölda af límósínum með samtals ótilgreindum sætafjölda. Þær eru krúsandi í röð fram og til baka í skoðunarferð um íslenska listaheiminn. Í fremstu limmunni situr heimsfrægur kjúrator.
Ef Ólafur Elíasson teikar (hangir aftaní) fremstu limmuna, og enginn annar að teika í röðinni, hvað eru þá mörg sæti laus í öllum limmunum?
Ef Kristbergur teikar öftustu limmuna, og enginn annar að teika í röðinni, hvað eru þá mörg sæti laus í þeim öllum?
Kristbergur O Pétursson, 10.4.2008 kl. 12:31
Það hljóta að vera öll sætin laus nema sæti kjúratorsins úr því að allir eru að teika.
Ransu, 10.4.2008 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.