15.4.2008 | 12:06
Bestu myndlistarmannamyndirnar
Ussussusss...þetta er asnalegur listi. Raging Bull er auðvitað besta íþróttamynd "ever". Hreint og klárt listaverk. Líka "The Hustler þar sem Paul Newman túlkaði Eddy Felson af einskærri snilld (eða er billjard ekki líka íþrótt?). Newman lék líka í bráðskemmtilegri mynd sem heitir Slap Shot og fjallar um íshokkílið.
En hvenær ætli birtist svona listi um bestu kvikmyndirnar sem fjalla um myndlistarmenn?
Birti hér með minn lista af bestu myndlistarmannakvikmyndunum.
1) Andrei Rublev (Andrei Tarkovski, 1966)
2) Lust For Life (Vincente Minelli, 1956)
3) The Draughtman´s Contract (Peter Greenway, 1982)
4) Camille Claudel (Manon du Source, 1988)
5) Caravaggio (Derek Jarman, 1986)
6) Rembrandt (Alexander Korda, 1936)
7) Pollock (Ed Harris, 2000)
8) La Belle Noiseuse (Jacques Rivette, 1991)
9) The Horse´s mouth (Ronald Neame, 1958)
10) Moulin Rouge (John Huston, 1952)
Og er þá ekki rétt að koma með íþróttamyndalistann minn líka.
1) Raging Bull (Martin Scorsese, 1980)
2) The Hustler (Robert Rossen, 1961)
3) Slap shot (George Roy Hill, 1977)
4) Bull Durham (Ron Shelton 1988)
5) Rocky (Sylvester Stallone, 1976)
6) Caddyshack (Harold Ramis, 1980)
7) This Sporting life (Lindsay Anderson, 1963)
8) Body and soul (Robert Rossen, 1947)
9) Breaking away (Peter Yates, 1979)
10) The Natural (Barry Levinson, 1984)
Rocky besta íþróttamyndin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:31 | Facebook
Athugasemdir
flottur listi hjá þér.
BlessiÞig
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 13:39
Ahh... minnir mig á að ég á alltaf eftir að sjá Caravaggio, ætla að reyna að grafa hana upp.
Ragga (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 13:46
Ég jeld að bókasafnið í Listaháskólanum hafi pantað Caravaggio, allaveg benti ég þeim á að gera það fyrir mánuði eða svo og fék svar um hæl að það væri rétt að skólinn ætti myndina, sem og Andrei Rublev..
Ransu, 15.4.2008 kl. 15:22
PS Þ.e. að skólinn ætti að eiga myndina.
Ransu, 15.4.2008 kl. 15:23
PPSS. held líka að Caravaggio sé til í Þjóðarbókhlöðunni
Ransu, 15.4.2008 kl. 15:25
styttra fyrir mig á bókasafnið í laugarnesinu en ég hef reyndar oft rennt yfir diskana þar (er ekki með video) en aldrei rekið augun í þessa, spurning um að renna yfir þá aftur með gleraugun á nefinu í það skiptið!
Ragga (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:00
Ragga, ég átti við að myndin er ekki til í LHÍ, en ég held að það sé búið að panta hana ásamt Andrei Rublev.
Sorrí, ég var að skrifa svörin við athugasemdum áðan á hlaupum og hef bara giskað á hvort ég hitti á réttu hnappana á lyklaborðinu. Skiljanlegt að þú hafir misskilið.
Ransu, 15.4.2008 kl. 23:52
Haha nú jæja, ég hef ekkert komist í bókasafnið en ætlaði að skella mér þangað á morgun því þá verð ég í laugarnesinu, finn mér þá eitthvað annað í bili.
Ragga (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 13:02
Ég er aðeins búinn að sjá myndir nr. 1, 2 og 10 á myndlistar-listanum. þetta eru leiknar bíómyndir. Ég hugsa að heimildarmyndir séu til mun fleiri um myndlistarmenn. Hlýtur að vera til í safni sjónvarpsins mikið efni um islenska myndlist og ætti að vera aðgengilegt á t.d. bókasöfnum.
Kristbergur O Pétursson, 17.4.2008 kl. 17:01
Heimildarmyndir fá ekki að vera með á listanum, Kristbergur. Þyrfti þá að gera heimildarmyndamyndlistarmannamyndalista.
Ransu, 17.4.2008 kl. 17:47
Heyrðu já sniðugur listi. Skoða þetta betur.
Ólafur Þórðarson, 29.4.2008 kl. 03:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.