23.4.2008 | 23:48
Banksy deilir á eftirlitssamfélagið
Graffitílistamaðurinn Banksy hefur lengi deilt á "Big brother" -eftirlitssamfélagið sem við búum við.
Hann hefur m.a. hannað lógó sem sýnir tvær eftirlitsvélar CCTV (Closed Circuit Television) sem snúa að hvorri annarri og "graffað" það víða.
Banksy er ekki síst þekktur fyrir að vera óþekktur. Þ.e. að enginn veit hver maðurinn er. Og þannig ögrar hann eftirlitssamfélaginu.
Samkvæmt frétt í Daily mail í dag gaf Banksy Stóra eftirlitssamfélaginu langt nef þegar hann gerði sitt stærsta Graffitílistaverk til þessa innan svæðis sem er vaktað með CCTV vélum án þess að nokkur tæki eftir honum.
Maðurinn er auðvitað snillingur.
Hér er hlekkur á fréttina:
http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/news/news.html?in_article_id=559547&in_page_id=1770
Flokkur: Menning og listir | Breytt 24.4.2008 kl. 00:19 | Facebook
Athugasemdir
Já, Banksy er snillingur - það segirðu satt!
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 02:57
banksy er stórlega ofmetinn skemmtikraftur sem sérhæfir sig í kjánalegri eldhúskrókapólitík og frasakenndum one-linerum, gjörsamlega innantómt rusl
rósa (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 09:33
Af hverju geta þessir sjálfskipuðu listamenn sem skemma veggi hér á landi ekki verið eins og hann? Væri ég með svona list á minum húsvegg, væri ég stoltur.
Haffi, 24.4.2008 kl. 10:00
Búin að fylgjast með honum í einhvern tíma, maðurinn er auðvitað bara SNILLINGUR.
Sammála Haffa, skora á þá sem eru að krota hér og þar að fara heim og æfa sig. Mega svo krota eins og þeir vilja að mínu mati ef þeir geta gert eitthvað í líkingu við Banksy.
Gera þetta almennilega og snyrtilega eða sleppa því.
Lilja Kjerúlf, 24.4.2008 kl. 14:41
Snillingur!
Ragga (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.